Fréttir

Þorgrímur Þráinsson las fyrir 8. - 10. bekk

Föstudaginn 9. október 2009 las Þorgrímur Þráinsson rithöfundur upp úr nýjustu bók sinni "Núll Núll 9"  fyrir 8. - 10. bekk, en með bókinni fylgir Þorgrímur eftir bókunum Svalasta 7an og Undir 4 augu sem nutu mikilla vinsælda. Engu að síður er nýja bókin sjálfsstætt framhald. Brot úr köflum bókarinnar má finna hér. Fleiri upplestrar eru væntanlegir og þá fyrir yngsta- og miðstig 24. nóvember, en þá er von á Gerði Kristnýju rithöfundi.
Lesa meira

Fjölbreytt námskeið í næsta nágrenni við skólann

Í næsta nágrenni við skólann, nánar tiltekið í Punktinum sem er til húsa í gamla Barnaskóla Akureyrar, er að finna fjölbreytt úrval námskeiða  sem stendur öllum bæjarbúum  til boða. Fjölskyldur og vinir ættu að skoða þennan möguleika. Halldóra Björg umsjónarmaður Punktsins veitir allar upplýsingar um námskeiðin og opið starf Punktsins í síma 460-1244 Verið velkomin á Punktinn. Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála netfang: punkturinn@akureyri.is heimasíða: www.akureyri.is/rosenborg
Lesa meira

Rauður kross

Þann 12. – 17. október n.k. verður svokölluð Rauðakrossvika þar sem starf félagsins verður kynnt fyrir landsmönnum. Að þessu sinni verður áherslan lögð á að kynna  það frábæra starf sem sjálfboðaliðar víða um land vinna á sviði neyðarvarna, skyndihjálpar og sálræns stuðnings ásamt því að safna fleiri sjálfboðaliðum en nokkru sinni áður hefur verið gert á svo skömmum tíma. Stefnt verður að því að safna sjálfboðaliðum í LIÐSAUKA sem verður hluti af viðbrögðum Rauða krossins á neyðartímum þegar þörf er á fjölmennu hjálparliði.
Lesa meira

1. bekkur tók upp kartöflur

1. bekkurinn gerði sér lítið fyrir og fór í kartöfluleiðangur föstudaginn 25. september ásamt kennurum sínum. Nágrenni skólans okkar er dásamlegt. Í umhverfinu er allt sem góður skóli getur hugsað sér að hafa og má segja að allt sem hugsast getur er einnig í göngufæri frá skólanum, hvort sem um er að ræða sjó, gróður, list, þjónustu eða stofnanir. Að þessu sinni tóku börnin að vísu Strætó heim, enda margir með þunga poka. Kíkið endilega á myndirnar hér. 
Lesa meira

Forvarnardagurinn 30. september 2009

Í ár, 30. september, er fjórða árið sem Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands. Dagurinn er haldinn í samvinnu við ýmsa aðila sem koma, með einum eða öðrum hætti, að málum unglinga. Dagskráin fer fram í 9. bekkjum grunnskóla um land allt þar sem nemendur eru beðnir um að taka virkan þátt í umræðum um forvarnir gegn fíkniefnum. Hér í Brekkuskóla mun dagskráin fara fram 30. september, kl. 10:20-12:00 í sal skólans. Nánari upplýsingar um forvarnardaginn má nálgast að vefsíðu verkefnisins.
Lesa meira

6. bekkir á Húna II

Af vef Morgunblaðsins http://www.mbl.is/ : Nú standa yfir árlegar ferðir með Húna II fyrir nemendur við sjötta bekk í grunnskólum Akureyrar. Myndin var tekin þegar nemendur frá Brekkuskóla fóru í þessa fróðlegu ferð ásamt kennara sínum.
Lesa meira

Viðbragsáætlun Brekkuskóla við heimsútbreiðslu inflúensu

Viðbragðsáætlun almannavarna fyrir Brekkuskóla er komin út. Viðbragsðáætlunin segir fyrir um skipulag og stjórn aðgerða í Brekkuskóla í samræmi við áætlun Almannavarna um viðbrögð við heimsútbreiðslu inflúensu.   
Lesa meira

Dagur læsis

Þriðjudaginn 8. september 2009 er dagur læsis. Þá eru kennarar, nemendur og annað starfsfólk skóla um allt land hvatt til að skipuleggja upplestur innan sem utan kennslustofa í 10 til 15 mínútur milli kl. 11 og 11:30 og mun Brekkuskóli að sjálfsögðu vera með.
Lesa meira

Samræmd leiðsagnarpróf framundan

Samræmd leiðsagnarpróf eru framundan í vikunni 14. - 18. september 2009. 10. bekkur byrjar á mánudegi þann 14. september og fara prófin þeirra fram á sal skólans. Prófdagar hjá 4. og 7. bekk verða fimmtudaginn 17. september og föstudaginn 18. september. Þeirra próf fara fram í heimastofum. Samræmdu prófin er nú fyrst sett upp í september, en áður voru þau á seinni hluta vorannar hjá 10. bekk og um miðjan október hjá 4. og 7. bekk. Litið verður á prófin sem leiðsagnarpróf um áframhaldandi nám nemandans.  
Lesa meira

Foreldrafulltrúar bekkja - önnur útgáfa handbókar komin á vefinn

Foreldrafulltrúar bekkja eru kjörnir á kynningarfundum að hausti sem fara fram á vegum skólans í fyrri hluta septembermánaðar ár hvert. Foreldrafélag Brekkuskóla gaf út í fyrsta skipti skólaárið 2008 - 2009 Handbók fyrir foreldrafulltrúa bekkja sem nú er komin út í annað sinn og má nálgast hér á vefnum. Handbókin er nú prentuð út fyrir alla nýja foreldra í skólanum en aðrir foreldrar fengu afhenta fyrstu útgáfu í fyrra.
Lesa meira