06.11.2009
Upplestur í ljósaskiptunum.
Haust- og vetrardagarnir eru afar stuttir á Norðurlöndunum. Áður fyrr, fyrir tíma sjónvarps og internets, voru upplestrar og sögustundir á myrkum
vetrardögum útbreidd og vinsæl hefð.
Þann 9. nóvember 2009 hefst Norræna bókasafnsvikan í 13. sinn og hefur það að markmiði að glæða gömlu norrænu
frásagnarhefðina nýju lífi. Vikan er full af upplestrum, listsýningum, rökræðum og ýmsum öðrum menningarviðburðum sem fara fram
á bókasöfnum, í skólum og víða annars staðar um öll Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin.
Lesa meira
05.11.2009
Söngur á sal er komið á dagskrá Brekkuskóla á nýjan leik. Heimir Bjarni Ingimarsson tónlistarkennari skólans sér um
framkvæmd og undirbúning. Það var greinilegt að nemendur hafa engu gleymt og sungu þakið næstum af skólahúsnæðinu. Heimir er
þegar farinn að dusta rykið af jólasöngvunum sem hann segir að verði viðfangsefni næsta söngsals sem verður á aðventunni. Kærar
þakkir fyrir skemmtilega samverustund krakkar.
Lesa meira
05.11.2009
Í gær komu nokkrir nemendur Tónlistarskólans fram á sal skólans þar sem þau spiluðu fyrir 1. - 4. bekk Brekkuskóla.
Tónlistarnemendurnir allir eru nemendur í Brekkuskóla og erum við afar stolt af að eiga þau að. Spilað var á hljóðfærin
selló, fiðlu og píanó. Þökkum við Tónlistarskólanum kærlega fyrir að bjóða upp á þessa tónleika.
Lesa meira
19.10.2009
Framundan er haustfrí 2009, mánudaginn 26. október og þriðjudaginn 27. október eru haustfrídagar. Nemendur eru einnig í leyfi miðvikudaginn
28. október þar sem þá er starfsdagur starfsfólks Brekkuskóla. Þann dag er Frístund lokuð.
Nemendur mæta aftur samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 29. október 2009.
Lesa meira
13.10.2009
Miðvikudaginn 14. október 2009 verður brunaæfing í Brekkuskóla kl.10:50. Nemendur hafi með sér skófatnað í kennslustofur eftir fyrri
frímínútur að þessu sinni. Starfsfólk skólans kynnir sér og fyrir nemendum sínum rýmingaráætlun í handbók
á starfsmannavef. Teikningar af bráðaútgönguleiðum eru í öllum kennslustofum ásamt nafnalistum nemenda. Gangi okkur vel!
Lesa meira
09.10.2009
Föstudaginn 9. október 2009 las Þorgrímur Þráinsson rithöfundur upp úr nýjustu bók sinni "Núll Núll 9" fyrir 8.
- 10. bekk, en með bókinni fylgir Þorgrímur eftir bókunum Svalasta 7an og Undir 4 augu sem nutu mikilla vinsælda. Engu að síður er nýja
bókin sjálfsstætt framhald. Brot úr köflum bókarinnar má finna hér. Fleiri upplestrar eru væntanlegir og
þá fyrir yngsta- og miðstig 24. nóvember, en þá er von á Gerði Kristnýju rithöfundi.
Lesa meira
08.10.2009
Í næsta nágrenni við skólann, nánar tiltekið í Punktinum sem er til húsa í gamla Barnaskóla Akureyrar, er að finna
fjölbreytt úrval námskeiða sem stendur öllum bæjarbúum til boða. Fjölskyldur og vinir ættu að skoða þennan
möguleika.
Halldóra Björg umsjónarmaður Punktsins veitir allar upplýsingar um námskeiðin og opið starf Punktsins í
síma 460-1244
Verið velkomin á Punktinn.
Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála
netfang: punkturinn@akureyri.is
heimasíða: www.akureyri.is/rosenborg
Lesa meira
07.10.2009
Þann 12. – 17. október n.k. verður svokölluð Rauðakrossvika þar sem starf félagsins verður kynnt fyrir landsmönnum. Að þessu
sinni verður áherslan lögð á að kynna það frábæra starf sem sjálfboðaliðar víða um land vinna á sviði
neyðarvarna, skyndihjálpar og sálræns stuðnings ásamt því að safna fleiri sjálfboðaliðum en nokkru sinni áður hefur
verið gert á svo skömmum tíma. Stefnt verður að því að safna sjálfboðaliðum í LIÐSAUKA sem verður hluti af
viðbrögðum Rauða krossins á neyðartímum þegar þörf er á fjölmennu hjálparliði.
Lesa meira
01.10.2009
1. bekkurinn gerði sér lítið fyrir og fór í kartöfluleiðangur föstudaginn 25. september ásamt kennurum sínum. Nágrenni
skólans okkar er dásamlegt. Í umhverfinu er allt sem góður skóli getur hugsað sér að hafa og má segja að allt sem hugsast getur er
einnig í göngufæri frá skólanum, hvort sem um er að ræða sjó, gróður, list, þjónustu eða stofnanir. Að þessu
sinni tóku börnin að vísu Strætó heim, enda margir með þunga poka. Kíkið endilega á myndirnar hér.
Lesa meira
30.09.2009
Í ár, 30. september, er fjórða árið sem Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands. Dagurinn er haldinn í samvinnu
við ýmsa aðila sem koma, með einum eða öðrum hætti, að málum unglinga. Dagskráin fer fram í 9. bekkjum grunnskóla um land allt
þar sem nemendur eru beðnir um að taka virkan þátt í umræðum um forvarnir gegn fíkniefnum.
Hér í Brekkuskóla mun dagskráin fara fram 30. september, kl. 10:20-12:00 í sal skólans.
Nánari upplýsingar um forvarnardaginn má nálgast að vefsíðu verkefnisins.
Lesa meira