Söngur á sal er komið á dagskrá Brekkuskóla á nýjan leik. Heimir Bjarni Ingimarsson tónlistarkennari skólans sér um
framkvæmd og undirbúning. Það var greinilegt að nemendur hafa engu gleymt og sungu þakið næstum af skólahúsnæðinu. Heimir er
þegar farinn að dusta rykið af jólasöngvunum sem hann segir að verði viðfangsefni næsta söngsals sem verður á aðventunni. Kærar
þakkir fyrir skemmtilega samverustund krakkar.