Samstarf heimilis og skóla
Í grunnskólanum er unnið að því í samvinnu við heimilin að búa nemendur sem best undir líf og starf. Frumábyrgð á uppeldi og menntun hvílir á foreldrum. Hlutur grunnskólans felst einkum í því að sjá nemendum fyrir formlegri fræðslu og taka þátt í félagslegri mótun þeirra. Þetta sameignlega verkefni heimila og skóla kallar á gagnkvæmt traust, gagnkvæma upplýsingamiðlun, samábyrgð og samvinnu. (Aðalnámskrá - alm. hluti bls. 14)
Í samráði við foreldrafélag skólans er skipulag foreldrastarfs í Brekkuskóla með þeim hætti að mælst
er til að hver árgangur standi fyrir þremur uppákomum yfir veturinn. Foreldrar skipta sér á haustdögum í þrjá hópa og hver
hópur sér um eina uppákomu fyrir allan árganginn. Viðmiðið er að fyrsta uppákoman sé í október/nóvember, næsta
uppákoma sé í janúar/febrúar og sú síðasta í mars/apríl. Í hverjum hópi er eru foreldrar ábyrgir fyrir að kalla hópinn saman.
Gott er að nota fjölskylduvef www.mentor.is til að kalla foreldrahópinn saman. Þá er smellt á hlekkinn "bekkjarlisti" síðan er hægt að
haka við þá foreldra sem við á og senda póst á allan hópinn með einni aðgerð.