Mötuneyti

Skólinn leggur áherslu á að nemendur neyti hollrar og næringaríkrar fæðu. Í skólanum er rekið mötuneyti þar sem nemendur geta keypt sér heitan mat í hádeginu og hvetjum við foreldra eindregið til að nýta sér þá þjónustu.

Skráning í mötuneyti fer fram í Völu skráningarsíðu. https://matur.vala.is/umsokn

Skrá þarf þá nemendur sem óska eftir þjónustu mötuneytisins fyrirfram og fer skráningin fram mánaðarlega.

Matseðill skóladeildar er lagður til grundvallar matseðli skólans.

Hafragrautur er fram borinn í mötuneyti skólans alla skóladaga frá kl.07:45 – 07:55 nemendum og starfsfólki að kostnaðarlausu. Nemendur á unglingastigi eiga einnig kost á að fá hafragraut í fyrstu frímínútum að morgni.

Skólaritari Steingerður (Denna) veitir frekari upplýsingar varðandi pantanir og verðlagningu.
Sími 414 - 7900

Matráður skólans er Júlíus Jónsson matreiðslumaður.

Hádegisverður
Nemendur neyta hádegisverðar á eftirfarandi tímum:

  • Kl.11:10           7. - 8. bekkir
  • Kl. 11:20          1. bekkur
  • Kl. 11:25          2. bekkur
  • Kl.11:30           3. bekkur
  • Kl.12:00          9. - 10. bekkur
  • Kl.12:20           4. - 6. bekkur

Mötuneytið er í miðrými skólans. Athygli er vakin á að ekki er ætlast til að nemendur séu með gosdrykki eða sælgæti í skólanum nema við sérstök tækifæri með leyfi stjórnenda. Nemendur geta einnig borðað nesti að heiman í matsal skólans á matmálstímum eins og þeir sem eru með pantaðan mat.
Eingöngu má vera með mat og drykk í matsal skólans. Ekki er ætlast til að nemendur borði á göngum, í setustofu eða kennslustofum.