Norræna bókasafnsvikan 9. - 15. nóvember

Upplestur í ljósaskiptunum. Haust- og vetrardagarnir eru afar stuttir á Norðurlöndunum. Áður fyrr, fyrir tíma sjónvarps og internets, voru upplestrar og sögustundir á myrkum vetrardögum útbreidd og vinsæl hefð. Þann 9. nóvember 2009 hefst Norræna bókasafnsvikan í 13. sinn og hefur það að markmiði að glæða gömlu norrænu frásagnarhefðina nýju lífi. Vikan er full af upplestrum, listsýningum, rökræðum og ýmsum öðrum menningarviðburðum sem fara fram á bókasöfnum, í skólum og víða annars staðar um öll Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin.