Fréttir

Upplýsingar vegna inflúensu

Sóttvarnarlæknir hefur gefið út svohljóðandi upplýsingar fyrir foreldra og forráðamenn vegna yfirvofandi inflúensufaraldurs: Heimsfaraldur inflúensu A(H1N1)v sem ríður yfir um þessar mundir er tiltölulega vægur og skapar því ekki forsendur fyrir skorðum við skólahaldi. Skólastarf á að geta hafist með eðlilegum hætti næstu daga og vikur þrátt fyrir heimsfaraldur inflúensunnar. En seinna þegar faraldurinn er í hámarki getur þurft að taka afstöðu til þess hvort tilteknir skólar geti haldið áfram starfi vegna mikilla fjarvista nemanda og/eða kennara. Skólastjórnendur vinna í samvinnu við menntamálaráðuneyti að samræmdri viðbragðsáætlun vegna inflúensufaraldurs sem stuðlar að samræmdum aðgerðum skóla um allt land.
Lesa meira

Neyðarkort - breyting

Breyting frá því Fréttabréf kom út: Ákveðið hefur verið að nýta og uppfæra þau neyðarkort sem þegar eru til í boðuðum viðtölum. Foreldrar í 1. bekk fylla út neyðarkort í boðuðu viðtali og skila því til ritara skólans. 
Lesa meira

Fréttabréf ágústmánaðar

Nýtt Fréttabréf ágústmánaðar er komið út sem hefur að geyma upplýsingar fyrir nemendur og foreldra vegna skólabyrjunar haustið 2009. Undirbúningur viðtala - sjá "Lesa meira" hér að neðan  
Lesa meira

Umsókn um Frístund eftir skóla

Upplýsingar um Frístund má finna hér. Staðfesting á skráningu og innritun fer fram fimmtudaginn 13. ágúst og föstudaginn 14. ágúst í húsnæði Frístundar í Brekkuskóla milli kl.09:00 og 14:00 báða dagana. Mikilvægt er að gengið sé frá skráningu þessa daga.
Lesa meira

Skólabyrjun í ágúst 2009

Skólabyrjun skólaárið 2009 - 2010 hefst með viðtölum við nemendur og foreldra dagana 24. - 26. ágúst 2009. Boð í viðtal verður sent út að þessu sinni í rafrænu formi í netpósti um það bil viku áður. Mat til undirbúnings viðtölunum fer fram í námsumhverfinu Mentor á vefnum mentor.is þar sem foreldrar eru beðnir um að svara spurningum ásamt börnum sínum af bestu sannfæringu. Opnað verður fyrir spurningarnar (matið) 14. ágúst 2009. Foreldrar nýrra nemenda í skólanum eru beðnir um að hafa samband við ritara skólans í ágúst til að að fá sent aðgangsorð í Mentorkerfið, hafi þeir ekki þegar fengið aðgang. Vakin er athygli á að skóladagatal næsta skólaárs er komið á vefinn og einnig námsgagnalistar (innkaupalistar)til að hafa til hliðsjónar við undirbúning skólaársins.
Lesa meira

Sumarleyfi

Afgreiðsla skrifstofu Brekkuskóla er lokuð vegna sumarleyfa til og með 9. ágúst 2009. Hægt er að ná í stjórnendur skólans samkvæmt eftirfarandi upplýsingum: Jóhanna María Agnarsdóttir skólastjóri Bergþóra Þórhallsdóttir aðstoðarskólastjóri Vakin er athygli á að skóladagatal næsta skólaárs er komið á vefinn.  
Lesa meira

Skólaslit vorið 2009

Skólaslitin vorið 2009 gengu að óskum. Skólastjóri þakkaði nemendum og starfsfólki fyrir veturinn og var tíðrætt um það val sem nemendur í 10. bekk standa nú frammi fyrir. Starfsfólk sem hættir nú í vor var kvatt og  þakkað óeigingjarnt starf í þágu nemenda. Nemendum voru afhent verðlaun fyrir góðan námsárangur í einstökum námsgreinum. Skólastjóri þakkaði þeim nemendum sem unnið hafa vel í félagsstarfi skólans og við fjáröflun fyrir skólaferðalag í 10. bekk. Árgangurinn sem nú kveður hefur vakið sérstaka athygli fyrir dugnað og frumkvæði við þau verkefni sem fyrir þeim lágu við fjáröflun til skólaferðalagsins. Myndir frá athöfninni má nálgast hér. Starfsfólk Brekkuskóla þakkar nemendum og samstarfsfólki sem komið hefur víðs vegar að fyrir gott samstarf og óskar öllum bjartra sumardaga framundan.
Lesa meira

Útivist og vorgrill 2009

Útivistar- og vorgrilldagurinn gekk að óskum og enn eitt árið lék veðrið við okkur. Myndir eru komnar inn á myndasafnið okkar. Nemendur fóru í 18 leikjastöðvar og enduðu á að fá grillaða pylsu og Svala. Ekki var annað að sjá en að allir væru ánægðir með fyrirkomulagið. Það voru íþróttakennarar skólans sem skipulögðu leikjastöðvarnar. 
Lesa meira

Sungið í sólinni

Í dag fögnuðum við sólinni með söng útivið. Heimir tónmenntakennari fór fyrir söngnum og tóku krakkarnir vel undir. "Ég vil líkjast Daníel og ég vil líkjast Rut", "Fiskinn minn nammi nammi namm", "Höfuð - herðar hné og tær" ofl. lög voru sungin af einskærri innlifun svo glumdi í öllu hverfinu. Myndir má nálgast í myndaalbúmi hér á síðunni.
Lesa meira

Brunaæfingin gekk vel

Í morgun, miðvikudaginn 3. júní 2009 fór fram brunaæfing í Brekkuskóla. Æfingin var undirbúin og allt gekk að óskum. Fram komu nokkur atirði sem þarf að skoða betur og þar með er tilgangur með æfingunni orðinn mikilvægur. Við munum fara yfir þessi atriði og stefnt er að því að hafa aðra æfingu með haustinu. 
Lesa meira