Fréttir

Landsliðsmenn í heimsókn

Í dag fengum við heimsókn þriggja leikmanna íslenska landsliðsins í handbolta. Það voru þeir Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Sturla Ásgeirsson. Þeir eru á landinu vegna landsleikja við Frakka um næstu helgi. Strákarnir kynntu sig og sögðu stuttlega frá náms - og handboltaferli sínum og svöruðu að lokum fyrirspurnum nemenda sem fylgdust með þeim af aðdáun. Þeir færðu námshópum veggspjöld með mynd af landsliðshópnum. Erum við þakklát fyrir það. Takk fyrir komuna strákar! Nemendur og starfsfólk Brekkuskóla  
Lesa meira

Foreldrafræðsla - Uppbyggingarstefnan

Brekkuskóli býður foreldrum á stutt tveggja tíma námskeið. Námsskeiðið er ætlað foreldrum  sem vilja kynna sér betur og tileinka sér leiðir uppbyggingastefnunnar sem skólinn er að innleiða í skólastarfið. Leiðbeinandi á námskeiðunum er Rut Indriðadóttir sérkennari hér í skólanum en hún hefur stýrt innleiðingu verkefnisins í samstarfi við stjórnendur. Námskeiðin verða annars vegar  miðvikudaginn   28. apríl kl. 08:00 - 10:00 og hins vegar  fimmtudaginn 29. apríl kl. 16:30 - 18:30.  Skráning á námskeiðin er hjá umsjónarkennurum. Foreldrar væntanlegra nemenda í 1. bekk næsta skólaár geta skráð sig hjá ritara skólans eða aðstoðarskólastjóra.
Lesa meira

Spánarfararnir

Það gengur allt ofsalega vel hjá okkur og við erum sannarlega í sjöunda himni yfir móttökum sem við fáum og veðrinu sem tekur á móti okkur. Það var víst búið að rigna vikum saman en um leið og við lentum byrjaði sólin að skína og hitastigið að hækka. Allavegana komu fréttir af veðrinu í blöðunum þ.á.m myndir af okkur á ströndinni.
Lesa meira

For - innritun í framhaldsskóla

Nú þurfa 10. bekkingar að sækja um forinnritun í framhaldsskóla í næstu viku. Innritunin fer fram á vef Menntagáttar. Námsráðgjafi skólans hefur þegar sent bréf heim til foreldra í 10.bekk þessa efnis.  Fyrirspurnir vegna innritunarinnar er vísað til Steinunnar Hörpu námsráðgjafa.
Lesa meira

Spánarferð

Nú er komið að Spánarferð nemendenda í spænskuvali Brekkuskóla. Ferðin er hluti af Comeniusarverkefni og er yfirskrift þess "Ungmenni og samskipti" (Adolescence and Communication)
Lesa meira

Fréttabréf Brekkuskóla 4. tbl. 2009 - 2010

Út er komið nýtt Fréttabréf Brekkuskóla sem nálgast má hér. Eigið góða daga framundan!
Lesa meira

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2010 í 7. bekk grunnskólanna á Akureyri, var haldin Kvosinni í  Menntaskólanum miðvikudaginn 17. mars. Keppendur voru alls 16 og stóðu sig allir með mikilli prýði. Hildur Emelía Svavarsdóttir 7. HS og Svandís Davíðsdóttir kepptu fyrir hönd Brekkuskóla. Hildur Emelía hreppti þriðja sætið. Í 1. sæti varð Aron Elvar Finnson úr Glerárskóla, Kjartan Atli Ísleifsson keppti fyrir Síðuskóla og lenti í 2. sæti. Við í Brekkuskóla óskum keppendum öllum innilega til hamingju með árangurinn.
Lesa meira

Comeniusarverkefni I

Í Comeniusarverkefni I þar sem Brekkuskóli er einn af þátttökuskólunum fer nú fram heimsókn kennara og skólastjórnenda hér í Brekkuskóla. Þegar hafa gestirnir fengið kynningu á Akureyri, Mývatni, Hrísey og að sjálfsögðu á skólanum okkar. Framundan eru fundir kennara og heimsókn í VMA og Norðurorku ásamt fleiru skemmtilegu. Eitt af því sem kennarar og skólastjórnendur munu gera í þessari ferð er að elda og borða saman í Brekkuskóla. Sjá myndir frá heimsókninni.
Lesa meira

Faðir í Brekkuskóla vekur athygli á vafasömum tölvuleikjum barna og unglinga.

Föður í Brekkuskóla var farið að blöskra hvernig þróunin er orðin í tölvuheimunum og gat ekki lengur setið og fylgst bara með.  Hann hefur skrifað grein um málið og vísar í greininni á tengil sem gefur upplýsingar um tölvuleikina og hvað börnin/unglingarnir okkar eru að upplifa þar. Hann segir orðrétt: "Einn þáttur tölvunotkunarinnar eru leikirnir og mér sýnist allt of margir krakkar á aldri barnanna okkar hafa aðgang að efni sem ætti að halda frá þeim í lengstu lög."   
Lesa meira

Kynnir netöryggi í hringferð um landið

Í dag lagði Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi af stað í hringferð um landið í samvinnu við SAFT og er áætlað að ferðin taki um viku. Á leiðinni mun Halldór ræða netöryggi og nýsköpun á opnum fundum í skólum fyrir börn, unglinga og foreldra.  SAFT - samfélag, fjölskylda og tækni, er vakningarátak á vegum samtakanna Heimilis og skóla um örugga tækninotkun barna og unglinga. Er megintilgangur ferðarinnar sagður að hvetja til ábyrgrar hegðunar í rafrænum samskiptum og vekja fólk til umhugsunar um hvernig börn og fullorðnir geti varast ýmsar þær hættur sem fylgt geta netnotkun.           
Lesa meira