Leiðbeiningar fyrir leiðsagnarmat

Eins og undanfarin ár biðjum við ykkur um að svara spurningum til að undibúa viðtöl sem fram fara dagana 23.- 24.ágúst. Ef þið hafið ekki aðgang eða aðstöðu til að svara heima þá bendum við á að opið verður í tölvuveri við skólabókasafnið báða viðtalsdagana. Þar getið þið jafnframt fengið aðstoð ef á þarf að halda. 

Leiðbeiningar:

1. Vefslóð www.mentor.is

2. Skráið ykkur inn með aðgangi nemandans.

Nemendaaðganginn finnið þið með því að fara inn á ykkar aðgangi sem foreldrar.

Foreldraaðgangur er kennitala foreldris sem notendanafn og lykiliorðið eiga foreldrar að hafa fengið.

Nemendaaðgangur Notendanafnið er kennitala barnsins og lykilorðið má finna undir myndinni af barninu sem foreldri sér með sínum aðgangi. Foreldrar 1. bekkinga sem eiga ekki systkini í skólanum nú þegar fá aðgang að mentor sendan í netpósti. Aðrir sem eru nýir í skólanum og þeir sem hafa tapað aðgangi sínum eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við ritara skólans til að fá sendan nýjan aðgang.

3. Þegar þið eruð komin inn á nemendaaðganginum: Veljið ”Leiðsagnarmat” til vinstri á valmyndinni.

4. Veljið ”Viðtal ”nafn bekks” haust 2010” Svarið spurningunum með nemandanum.

ÁRÍÐANDI!! Athugið að smella á "skrá" neðst á síðunni öðru hverju meðan þið svarið spurningalistanum. Svörin geymast ekki fyrr en smellt er á "skrá" eða "áfram" og ef lengi er setið við í einu án þess að gera þetta, hættir kerfið að geyma upplýsingar sem skráðar eru inn.

 

 Ef þið lendið í vandræðum við að svara spurningalistanum rafrænt, þá vinsamlegast hafið samband við undirrtitaða stella@akmennt.is eða ritara skólans. Síminn í skólanum er 462-2525 og við munum aðstoða eftir bestu getu.