Meginmarkmið námskeiðsins er að kenna raunprófaðar og hagnýtar uppeldisaðferðir sem stuðla að jákvæðri hegðun barns og draga úr hegðunarvanda. Í hverjum tíma er fræðsluinnlegg, æfingar, hópavinna og umræður. Eftir hvern tíma fá foreldrar heimaverkefni sem byggjast á þeim aðferðum sem fjallað er um á námskeiðinu og foreldrar æfa þau heima. Metið er út frá reynslu foreldaranna hvernig gekk og þannig eru verkfærin aðlöguð að hverri fjölskyldu fyrir sig.
Unnið er með eftirfarandi grunnþætti sem auka jákvæð samskipti í fjölskyldum :
Gert er ráð fyrir að þar sem eru tveir uppalendur (foreldrar/stjúpforeldrar) sæki þeir báðir námskeiðið, en þannig nýtist það best. Mikilvægt er að mæta í alla tímana.
Kennarar eru Guðrún Kristófersdóttir sálfræðingur á fjölskyldudeild með PMT meðferðamenntun og Þuríður Sigurðardóttir félagsráðgjafi á Skóladeild með PMT meðferðamenntun.
Kostnaður er kr. 5.000 sem greiðist við skráningu en námskeiðið fékk styrk frá Félagsmálaráðuneytinu til að efla stuðnings- og nærþjónustu við börn með ADHD greiningu.
Skráning er hjá Þuríði á Skóladeild Akureyrarbæjar í síma 460-1417. Einnig má hafa samband í tölvupósti: thuridur (hjá) akureyri.is.
Nánari upplýsingar um PMT má fá á heimasíðu PMT-FORELDRAFÆRNI á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar:http://www.hafnarfjordur.is/hafnarfjordur/pmt_forsida/
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is