Fréttir

Sumarleyfi

Afgreiðsla skrifstofu Brekkuskóla er lokuð vegna sumarleyfa til og með 9. ágúst 2009. Hægt er að ná í stjórnendur skólans samkvæmt eftirfarandi upplýsingum: Jóhanna María Agnarsdóttir skólastjóri Bergþóra Þórhallsdóttir aðstoðarskólastjóri Vakin er athygli á að skóladagatal næsta skólaárs er komið á vefinn.  
Lesa meira

Skólaslit vorið 2009

Skólaslitin vorið 2009 gengu að óskum. Skólastjóri þakkaði nemendum og starfsfólki fyrir veturinn og var tíðrætt um það val sem nemendur í 10. bekk standa nú frammi fyrir. Starfsfólk sem hættir nú í vor var kvatt og  þakkað óeigingjarnt starf í þágu nemenda. Nemendum voru afhent verðlaun fyrir góðan námsárangur í einstökum námsgreinum. Skólastjóri þakkaði þeim nemendum sem unnið hafa vel í félagsstarfi skólans og við fjáröflun fyrir skólaferðalag í 10. bekk. Árgangurinn sem nú kveður hefur vakið sérstaka athygli fyrir dugnað og frumkvæði við þau verkefni sem fyrir þeim lágu við fjáröflun til skólaferðalagsins. Myndir frá athöfninni má nálgast hér. Starfsfólk Brekkuskóla þakkar nemendum og samstarfsfólki sem komið hefur víðs vegar að fyrir gott samstarf og óskar öllum bjartra sumardaga framundan.
Lesa meira

Útivist og vorgrill 2009

Útivistar- og vorgrilldagurinn gekk að óskum og enn eitt árið lék veðrið við okkur. Myndir eru komnar inn á myndasafnið okkar. Nemendur fóru í 18 leikjastöðvar og enduðu á að fá grillaða pylsu og Svala. Ekki var annað að sjá en að allir væru ánægðir með fyrirkomulagið. Það voru íþróttakennarar skólans sem skipulögðu leikjastöðvarnar. 
Lesa meira

Sungið í sólinni

Í dag fögnuðum við sólinni með söng útivið. Heimir tónmenntakennari fór fyrir söngnum og tóku krakkarnir vel undir. "Ég vil líkjast Daníel og ég vil líkjast Rut", "Fiskinn minn nammi nammi namm", "Höfuð - herðar hné og tær" ofl. lög voru sungin af einskærri innlifun svo glumdi í öllu hverfinu. Myndir má nálgast í myndaalbúmi hér á síðunni.
Lesa meira

Brunaæfingin gekk vel

Í morgun, miðvikudaginn 3. júní 2009 fór fram brunaæfing í Brekkuskóla. Æfingin var undirbúin og allt gekk að óskum. Fram komu nokkur atirði sem þarf að skoða betur og þar með er tilgangur með æfingunni orðinn mikilvægur. Við munum fara yfir þessi atriði og stefnt er að því að hafa aðra æfingu með haustinu. 
Lesa meira

Brunaæfing

Í næstu viku fer fram brunaæfing í Brekkuskóla. Fulltrúar eldvarnareftirlitsins eru þessa dagana að fara yfir viðbragðs- og rýmingaráætlanir með starfsfólki skólans. Æfingin mun verða árla morguns 3. júní 2009. Kennarar undirbúa nemendur sína undir viðbrögð og rýmingu með fræðslu og leiðbeiningum. Nánar síðar.
Lesa meira

Skóladagatal næsta skólaárs

Þá er skóladagatal næsta skólaárs 2009 - 2010 farið að taka á sig mynd. Við munum setja inn frekari upplýsingar síðar s.s. morgunmóttökur, sýnismöppudaga ofl. Skóladagatalið má nálgast hér.
Lesa meira

4. bekkur í Hrísey

4. bekkur Brekkuskóla fór í vettvangsferð til Hríseyjar með kennurum og nokkrum foreldrum. Ferðin gekk vel og voru það ánægðir krakkar sem komu til baka. Myndir úr ferðalaginu má nálgast í myndaalbúmi hér á síðunni undir tenglinum "Myndir"
Lesa meira

Stafræn ljósmyndakeppni

Í valáfanganum "Stafræn ljósmyndun" var sett upp ljósmyndakeppni meðal nemenda. Margar skemmtilegar myndir voru teknar en verðlaunin voru keiluleikur frá Kaffi Jónsson og pizza frá Bryggjunni. Pedrómyndir aðstoðuðu kennara við val á þremur bestu myndunum ásamt því að prenta myndirnar endurgjaldslaust fyrir skólann. Þökkum við þeim sem studdu keppnina með einum eða öðrum hætti kærlega fyrir veglegan styrk og jákvætt viðmót. Niðurstöður keppninnar var eftirfarandi: 1. sæti Dillon Þorsteinn George 2. sæti Tara Björk Gunnarsdóttir 3. sæti Ásdís Elfa Einarsdóttir Myndirnar má finna undir tenglinum "Myndir" hér á síðunni. Þær eru einnig til sýnis í matsal skólans. Sigrún Björg Aradóttir leiðbeinandi valáfangans.
Lesa meira

Prófdagar hjá 8. - 10. bekk

Dagana 25. - 28. maí 2009 eru prófdagar hjá 8. - 10. bekk. Nemendur mæta kl.08:30 og fara heim að afloknu prófi. Lesefni til prófs og próftöflu má nálgast hér: 8. bekkur 9. bekkur 10. bekkur
Lesa meira