Fréttir

Tannvernd og ókeypis tannlæknaþjónusta

Frá Lýðheilsustöð. Öllum þriggja, sex og tólf ára börnum stendur til boða ókeypis eftirlit hjá tannlæknum sem vinna í umboði Sjúkratryggingafélags Íslands, samkvæmt samningi frá 1. janúar 2009 - 31. desember 2010. Sjá nánari upplýsingar hér. Einnig er bent á notkun tannþráðar þar sem ekki er nóg að bursta tennurnar. Leiðbeiningar um það má nálgast hér.    
Lesa meira

Dansleikur fyrir 4., 5. og 6. bekk

10. bekkur stendur fyrir dansleik fyrir 4., 5. og 6. bekk næstkomandi fimmtdag 5. febrúar 2009 milli kl.16:00 og 18:00. Nánara skipulag auglýst síðar.
Lesa meira

Sýnum börnunum alúð og nærgætni.

Heimili og skóli - landssamtök foreldra ítreka hvatningarorð um aðgætni í garð barna og mikilvægi þess að allir þeir sem komi að börnum bregðist við erfiðum aðstæðum sem upp kunna að koma hjá hverju og einu þeirra. Þeim tilmælum er beint til sveitastjórna, skólayfirvalda og starfsmanna í frístundaþjónustu á hverjum stað að þeir sameinist um aðgerðaáætlanir og viðbrögð við aðsteðjandi vanda og kynni þeim er málið varðar hvert hægt sé að snúa sér. Það er engin ástæða til að bíða eftir því að ákveðinn fjöldi barna fái ekki að borða í skólanum vegna erfiðra aðstæðna foreldra. Það að einu barni líði illa er nóg til þess að bregðast þurfi við með markvissum hætti. Tökum saman höndum um að búa börnunum öruggt og kærleiksríkt skjól hvar sem þau eru. Veitum hverju barni og hvort öðru eftirtekt, skilning og stuðning á þessum erfiðu tímum. Með vinsemd og virðingu og von um samstarf, samstöðu og góðar undirtektir. Fyrir hönd stjórnar og starfsfólks Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, Sjöfn Þórðardóttir formaður ,                 Björk Einisdóttir framkvæmdastjóri.
Lesa meira

Átak í skólabílnum

Eftir ábendingu frá foreldri fengum við Steina Pé lögregluþjóninn kunna til að fara með börnunum í skólabílnum og ræða við þau um hvernig þeim beri að hegða sér og bera sig að. Steini leggur eftirfarandi til: Hegðum okkur rétt í skólabílnum og einnig þegar við bíðum eftir honum. Við göngum inn og út úr skólabílnum í einfaldri röð og troðumst ekki.  Munum eftir því að spenna beltin. Bíðum eftir vagninum á öruggum stað þar til vagninn hefur stöðvað og við getum farið inn eða út úr vagninum.    
Lesa meira

Góð gjöf

Skólanum var að berast kennsluefni og myndbönd um örugga netnotkun sem æltað er 10 - 16 ára nemendum. Útgefendur efnisins eru SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) og Myndstef. Efnið er unnið í samstarfi við Námsgagnastofnun. Þökkum við kærlega fyrir þessa góðu gjöf.
Lesa meira

Einelti undir viðmiðunum

Eineltiskönnun var gerð í nóvember og hafa niðurstöður borist okkur. Könnunin kom mjög vel út, þó alltaf megi gera betur. Brekkuskóli mælist með 5% einelti en meðaltalið er 7- 9% þannig að við erum greinilega á góðri leið. Starfsfólk skólans mun leggjast yfir niðurstöðurnar og skoða hvernig við getum gert enn betur. Meginspurningin sem stuðst er við úr könnuninni er spurningin um hvort nemandinn hafi orðið fyrir einelti og ef svo er hversu oft það hafi verið. 5% þeirra sem svöruðu að þeir hafi orðið fyrir einelti, segjast hafa verið lagðir í einelti í 2 - 3 skipti í mánuði eða oftar. Þetta er að sjálfsögðu 5% of mikið og munum við halda áfram að vinna með forvarnir í þessum efnum. Næst á dagskrá er að sýna nemendum myndbönd sem starfsfólk hefur valið til sýninga eftir vangaveltur, en einelti er afar vandmeðfarin umræða. Betur má ef duga skal!
Lesa meira

Góður árangur nemenda á Frostmótinu 2009

Okkur langar að vekja athygli á góðum árangri nemenda skólans á Frostmótinu 2009, en nokkrir nemendur Brekkuskóla komust á verðlaunapall. Óskum við þeim hjartanlega til hamingju. Nánari upplýsingar má finn á vef Skautafélags Akureyrar. Við viljum gjarnan fá ábendingar um góðan árangur nemenda Brekkuskóla á sviði íþrótta og tómstunda og hvetjum við ykkur til að koma ábendingum til vefstjóra þess efnis.
Lesa meira

Frá skóladeild - viðhorfskönnun á viðtalsdegi

Akureyri 6. janúar 2009 Ágætu foreldrar barna í grunnskólum! Í samræmi við áherslur sem settar eru fram í skólastefnu Akureyrarbæjar hefur skólanefnd haft frumkvæði að því að gera viðhorfskannanir í grunnskólum bæjarins. Tilgangur viðhorfskannanna er að kanna hversu ánægðir foreldrar eru með starf grunnskólanna og starfsaðstæður þeirra. Þátttaka foreldra í könnununum er því mjög mikilvæg svo sjá megi hvaða viðhorf þið hafið til starfsemi skólanna, bæði þess sem vel er gert og þess sem má bæta. Þátttaka foreldra er því ein leið til að hafa áhrif, því niðurstöður kannananna hafa alltaf verið grundvöllur umræðna um það sem betur má fara í skólastarfinu og hvernig megi styrkja það sem vel er gert. Vinnum saman að því að gera góða skóla betri.   Gunnar Gíslason fræðslustjóri.
Lesa meira

Jólakveðja

Okkar bestu jólakveðjur og ósk um gleði og frið á nýju ári 2009.                                                                                         Starfsfólk Brekkuskóla        
Lesa meira

Jólaleyfi

Jólaleyfi Brekkuskóla hófst eftir Litlu jólin 19. desember 2008. Nemendur mæta aftur í skólann þriðjudaginn 6.janúar 2009 samkvæmt stundaskrá. Viðtalsdagur verður miðvikudaginn 14.janúar 2009 og verða boð send foreldrum á fyrsta skóladegi á nýjum ári.
Lesa meira