Fyrstu skólaslit Jóhönnu Maríu
Skólaslitin vorið 2009 gengu að óskum. Skólastjóri þakkaði nemendum og starfsfólki fyrir veturinn og var tíðrætt um
það val sem nemendur í 10. bekk standa nú frammi fyrir. Starfsfólk sem hættir nú í vor var kvatt og þakkað óeigingjarnt starf
í þágu nemenda. Nemendum voru afhent verðlaun fyrir góðan námsárangur í einstökum námsgreinum. Skólastjóri
þakkaði þeim nemendum sem unnið hafa vel í félagsstarfi skólans og við fjáröflun fyrir skólaferðalag í 10. bekk.
Árgangurinn sem nú kveður hefur vakið sérstaka athygli fyrir dugnað og frumkvæði við þau verkefni sem fyrir þeim lágu við
fjáröflun til skólaferðalagsins. Myndir frá athöfninni má nálgast hér.
Starfsfólk Brekkuskóla þakkar nemendum og samstarfsfólki sem komið hefur víðs vegar að fyrir gott samstarf og óskar öllum
bjartra sumardaga framundan.