Sveit Brekkuskóla
Sveit Brekkuskóla sigraði í sveitakeppni barnaskóla sveita á Akureyri og nágrenni sem fór fram í dag. Sveitin fékk 9,5 vinning af 12,
hálfum vinningi meira en sveit Glerárskóla sem hefur unnið keppnina síðustu þrjú ár. Glerárskóli fékk 9 v.
Í þriðja sæti varð sveit Lundarskóla með 5,5 v og í 4. sæti var sveit Valsárskóla með 0 v.
Í sveit Brekkuskóla eru þeir Andri Freyr, Ægir, Kristján, Magnús og Mikael Máni. Við óskum skáksveitinni okkar innilega til
hamingju með sigurinn!
Það skal tekið fram að Akureyrarmót í yngri flokkum hefst mánudag 8. febrúar kl. 16.30. ( Af vef Skákfélags Akureyrar)