Rauður kross

5. - 10. bekkur í kirkjutröppunum
5. - 10. bekkur í kirkjutröppunum
Þann 12. – 17. október n.k. verður svokölluð Rauðakrossvika þar sem starf félagsins verður kynnt fyrir landsmönnum. Að þessu sinni verður áherslan lögð á að kynna  það frábæra starf sem sjálfboðaliðar víða um land vinna á sviði neyðarvarna, skyndihjálpar og sálræns stuðnings ásamt því að safna fleiri sjálfboðaliðum en nokkru sinni áður hefur verið gert á svo skömmum tíma. Stefnt verður að því að safna sjálfboðaliðum í LIÐSAUKA sem verður hluti af viðbrögðum Rauða krossins á neyðartímum þegar þörf er á fjölmennu hjálparliði.

Rauði krossinn vildi gera ungmenni og börn meðvituð um Rauða krossinn með því að fá þau til þátttöku í að mynda kross. Í morgun var tekin mynd af nemendum skólans í 5. - 10. bekk í kirkjutröppunum hér í nágrenni við okkur. Myndin verður sett upp á Glerártorgi á myndasýningu í tilefni þessarar viku ásamt öðru efni.

 

Rauði krossinn vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem tóku þátt.