Nú er komið að Spánarferð nemendenda í spænskuvali Brekkuskóla. Ferðin er hluti af Comeniusarverkefni og er yfirskrift þess "Ungmenni og
samskipti" (Adolescence and Communication)
Markmið verkefnisins er að nemendur skólans kynnist í gegnum bréfaskriftir og tölvur og vinni sameiginleg verkefni um löndin, menningu þeirra og
tungumál. Einnig gefst þeim kostur á heimsóknum milli þjóðanna og skemmst er að minnast komu Spánverjanna í febrúar
síðast liðnum. Þannig kynnast nemendur lífi ungmenna í öðru landi, fjölskyldu, skólagöngu og tómstundum. Verkefnið er styrkt af
Evrópusambandinu.