Útafbreytnidagur - myndir

Samvinna nemenda um þarfirnar
Samvinna nemenda um þarfirnar
Þriðjudaginn 20. apríl 2010 var stundaskrá brotin upp og nemendur í 1. - 7. bekk unnu í sal og matsal nokkurs konar vinaverkefni í uppbyggingastefnunni þar sem þau greindu eigin þarfir hjá hvort öðru. Sjá myndir frá deginum.

Eldri nemendum var blandað með þeim yngri. Nemendur hjálpuðust að við verkefnin. Þau fóru einnig út í hópefli þrátt fyrir mikinn kulda. Þau fóru síðan heim að afloknum matartíma. Nemendur og starfsfólk lét vel af deginum. Krakkarnir voru rólegir og ábyrgðafullir gagnvart þeim yngri. Þann 21. maí munum við aftur brjóta upp kennsluna og jafnvel blanda saman ólíkum árgöngum, en þegar hafa einhverjir nemendur sett upp stefnumót þann dag.