Foreldrafræðsla - Uppbyggingarstefnan

Grunnþarfir okkar
Grunnþarfir okkar
Brekkuskóli býður foreldrum á stutt tveggja tíma námskeið. Námsskeiðið er ætlað foreldrum  sem vilja kynna sér betur og tileinka sér leiðir uppbyggingastefnunnar sem skólinn er að innleiða í skólastarfið. Leiðbeinandi á námskeiðunum er Rut Indriðadóttir sérkennari hér í skólanum en hún hefur stýrt innleiðingu verkefnisins í samstarfi við stjórnendur. Námskeiðin verða annars vegar  miðvikudaginn   28. apríl kl. 08:00 - 10:00 og hins vegar  fimmtudaginn 29. apríl kl. 16:30 - 18:30.  Skráning á námskeiðin er hjá umsjónarkennurum. Foreldrar væntanlegra nemenda í 1. bekk næsta skólaár geta skráð sig hjá ritara skólans eða aðstoðarskólastjóra.