Spánarfararnir okkar í Comeniusarverkefninu hafa endurskoðað heimferðaráætlun sína vegna öskufallsins úr Eyjafjallajökli. Margir
flugvellir á Spáni hafa verið lokaðir og mikil kaos er á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn sem greiða þarf úr þegar farið
verður að fljúga aftur. Áætlunin var að fljúga heim í gegnum Kaupmannahöfn, en frá því hefur verið horfið.
Ákveðið hefur verið að nemendur okkar fari til Alicante sem er 12 klst. rútuferð þvert yfir Spán. Þaðan fljúga þau
síðan beint til Íslands en við vorum svo heppin að þaðan voru nægilega mörg sæti laus fyrir hópinn. Við óskum þeim
góðrar heimferðar á sumardaginn fyrsta og hlökkum til að fá þau aftur hingað til okkar í skólann.