20.12.2013
Litlu jólin fara fram í Brekkuskóla 20. desember 2013 sem
hér segir:
Frístund opnar kl.08:00 fyrir nemendur sem þar eru
skráðir. Skólabíll fer á venjubundnum tíma um morguninn.
Nemendur í 2., 4. og
10. bekk (ath. breyttur tími hjá 10. bekk) mæta klukkan 08:00 í heimastofur. Klukkan 09:00 koma þau á sal skólans, þar sem verður dansað í kringum jólatré.
Skóladegi lýkur klukkan 10:00 og Frístund opnar þá fyrir nemendur sem þar eru skráðir. Skólabíll fer kl. 10:15 frá
skólanum.
Nemendur 3. , 6., 7. og 8. bekk mæta
klukkan 09:00 í heimastofur. Skólabíll fer kl. 08:35 frá fyrstu stoppistöð (Keiluhöll). Klukkan 10:00 koma
þau á sal skólans, þar sem dansað verður í kringum jólatré. Skóladegi lýkur um klukkan 11:00 og Frístund verður opin
fyrir nemendur sem þar eru skráðir. Skólabíll fer kl. 11:15 frá skólanum.
Nemendur í 1., 5. og 9. bekk (ath. breyttur tími hjá 9. bekk) mæta klukkan 10:00 í heimastofur. Skólabíll
fer kl. 09:35 frá fyrstu stoppistöð (Keiluhöll). Klukkan 11:00 koma þau á sal skólans, þar sem dansað verður í kringum
jólatré. Skóladegi lýkur um klukkan 12:00. Frístund verður opin fyrir nemendur sem þar eru skráðir. Skólabíll fer kl. 12:15
frá skólanum.
Kennsla hefst á nýju ári þann 6.
janúar samkvæmt stundaskrá.
Gleðilega jólahátíð!
Starfsfólk Brekkuskóla
Lesa meira
10.12.2013
Bjarni Fritzson ásamt Kristínu Tómasdóttur hafa gefið út bókina Strákar. Í bókinni er fjallað um líf
íslenskra stráka frá mörgum hliðum og það sem þeir kljást við í sínu daglega lífi. Bjarni Fritzson kom í
heimsókn í Brekkuskóla og kynnti drengjum í elstu árgöngunum bókina. Bjarni er fyrrverandi landsliðsmaður og er atvinnumaður og
þjálfari í handknattleik. Hann er að auki með próf í sálfræði. Fleiri myndir frá
kynningunni.
Lesa meira
09.12.2013
Sælir foreldrar/forráðamenn barna í 1.– 4. bekkjar.
Nemendur 10. bekkjar eru komnir í jólaskap og langar að skreyta piparkökur með nemendum 1.– 4. bekkjar.
Fjörið verður miðvikudaginn 11. desember milli 17-19 í matsal skólans.
Piparkökur verða til sölu á staðnum, verð á 10 kökum er aðeins 500
kr. (í fjáröflunarskyni fyrir skólaferðalag).
Systkini, ættingjar og vinir eru velkomnir.
Jólatónlist og sjoppa á staðnum.
Hlökkum til að sjá ykkur
Nemendur 10. bekkjar Brekkuskóla.
Lesa meira
09.12.2013
Það er ekkert lát á drekameisturum í Brekkuskóla. Hér er það Krister Máni sem lauk drekagráðu I nú nýverið.
Til hamingju Krister Máni. Myndir af drekameisturum sem hafa náð gráðum að undanförnu má finna hér.
Lesa meira
29.11.2013
Jóladagatal grunnskólanna á vegum Samgöngustofu, hefur göngu sína sunnudaginn 1. desember. Í dagatalinu segir
frá fjölhæfum dýrum sem feta sig áfram í umferðinni. Á hverjum degi birtist ný spurning sem grunnskólabörn geta svarað
þegar þau opna jóladagatalið á www. umferd.isMeð þátttöku komast nemendur í verðlaunapott en tveir
heppnir þátttakendur eru dregnir út á hverjum degi og fá þeir tvo bíómiða hvor.
Allir þátttakendur geta merkt svör sín með nafni bekkjar og skóla en þannig kemst bekkurinn í sérstakan bekkjarverðlaunapott. Í
janúar verður svo einn heppinn bekkur dreginn út og hlýtur hann að launum pizzuveislur og DVD mynd.
Nemendur og bekkir eru hvattir tila ð taka þátt í jóladagatalinu, sem er í senn skemmtilegt og fræðandi.
Jóladagatal grunnskólanna á www.umferd.is frá 1. desember til 24. desember.
Lesa meira
28.11.2013
Fréttabréf desembermánaðar er komið út. Í fréttabréfinu má finna upplýsingar um
skipulag árshátíðar í dag, skipulag Litlu jóla dags, upplýsingar um sölu ljósmynda til 1., 4., 7. og 10. bekkja og síðasta en ekki
síst viðburðadagatalið góða sem gott er að hengja á ísskápinn.
Góða skemmtun og gleðilega hátíð!
Lesa meira
26.11.2013
Undirbúningur árshátíðar stendur sem hæst. Nemendur æfa á sviði og í heimilisfræðistofu eru bakað. Hópar nemenda
taka upp stuttmyndir, laga til búninga og sviðsmyndir, eldri nemendur aðstoða yngri nemendur og svona mætti lengi telja. Allir eru mikilvægir og hafa einhverju
hlutverki að gegna. Hlutverkin eru mörg og misjöfn en allir keppast við að láta dæmið ganga upp. Lokaæfingar eru á næsta leyti og
síðan sjálfur árshátíðardagurinn sem margir bíða spenntir eftir. Upplýsingaver skólans er opið fyrir þá nemendur
sem kjósa rólegheit.
Myndir frá bakstri í heimilisfræðistofu.
Lesa meira
22.11.2013
Lið Brekkuskóla í spurningakeppni grunnskólanna gerði sér lítið fyrir og vann riðilinn. Keppnin fór fram milli grunnskóla á
Norðurlandi, af svæði sem nær frá Skagafirði að Þingeyjarsýslum. Bestum árangri náði liðið í þeim hluta sem
hafði að geyma hraðaspurningar, en þá náði liðið að svara 9 af 12 spurningum rétt. Liðið stóð uppi með eitt stig í
mínus eftir fyrri umferðina en unnu þá síðar með 9 stigum. Árangurinn í hraðaspurningunum varð til þess að þeir unnu
riðilinn og komust áfram í keppninni. Það veruður spennandi að fylgjast með framhaldinu. Við óskum drengjunum innilega til hamingju með
frábæran árangur!
Lið Brekkuskóla skipa þeir Halldór Heiðberg Stefánsson, Jóhannes Stefánsson og Hallgrímur Hrafn Guðnason en þeir
eru allir í 10. bekk FDG. Þess má geta að liðið var í alfræðivaláfanga í fyrravetur sem leggur grunn að undirbúningi keppenda
í spurningakeppninni. Kennari í alfræði er Helena Sigurðardóttir. Ekki náðist í hóp í alvfræðiáfanga
í vetur en vonandi verður hægt að mynda hóp aftur næsta vetur.
Lesa meira
21.11.2013
Ekki barnið mitt?
Í dag, fimmtudaginn 21. nóvember frá kl. 17-19, verður haldið í Menningarhúsinu Hofi málþing fyrir alla sem koma að uppeldi barna og
unglinga. Yfirskrift málþingsins er "Tölum saman".
Spurt er spurninga á borð við þessar: Hver er ábyrgð okkar sem samfélags? Er vímuefnaneysla einstaklingsins bara hans mál? Ræða
foreldrar sín á milli um félagslíf barna sinna? Hver er staðan á Akureyri?
Dagskrá málþingsins er þessi:
Ekki barnið mitt
Jóhannes Kr. Kristjánsson faðir Sigrúnar Mjallar sem lést vegna ofneyslu fíkniefna aðeins 17 ára.
Vímuefnaneysla grunn- og framhaldsskólanema. Hvað gerist milli skólastiga?
Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu.
Tónlistaratriði
Nemendur frá Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Hvernig er að vera foreldri fíkils?
Inga Lóa Birgisdóttir.
Fíkniefnaheimurinn á Akureyri
Lögreglan á Akureyri.
Tónlistaratriði
Nemendur frá Menntaskólanum á Akureyri.
Pallborðsumræður
Lesa meira
19.11.2013
Í dag fengum við Ellu umferðartröll í heimsókn. Markmið verkefnisins er að auka öryggi barna sem eru að fara í fyrsta sinn ein út
í umferðina. Um er að ræða leiksýningu sem hefur fengið vottun Samgöngustofu og fjallar um Ellu tröllastelpu sem kann ekki umferðarreglurnar. Ella
kynnist stáknum Benna og saman lenda þau í ýmsum ævintýrum í umferðinni. Þegar fylgst er með uppátækjum Ellu og Benna kynnast
börnin umferðarreglunum á skemmtilegan og fræðandi hátt.
Leikhópurinn Kraðak hitti
börn í 1. og 2. bekk Brekkuskóla í dag.
Lesa meira