Fréttir

Spurningakeppni grunnskólanna

Lið Brekkuskóla í spurningakeppni grunnskólanna gerði sér lítið fyrir og vann riðilinn. Keppnin fór fram milli grunnskóla á Norðurlandi, af svæði sem nær frá Skagafirði að Þingeyjarsýslum. Bestum árangri náði liðið í þeim hluta sem hafði að geyma hraðaspurningar, en þá náði liðið að svara 9 af 12 spurningum rétt. Liðið stóð uppi með eitt stig í mínus eftir fyrri umferðina en unnu þá síðar með 9 stigum. Árangurinn í hraðaspurningunum varð til þess að þeir unnu riðilinn og komust áfram í keppninni. Það veruður spennandi að fylgjast með framhaldinu. Við óskum drengjunum innilega til hamingju með frábæran árangur! Lið Brekkuskóla skipa þeir Halldór Heiðberg Stefánsson, Jóhannes Stefánsson og  Hallgrímur Hrafn Guðnason en þeir eru allir í 10. bekk FDG. Þess má geta að liðið var í alfræðivaláfanga í fyrravetur sem leggur grunn að undirbúningi keppenda í spurningakeppninni. Kennari í alfræði er Helena Sigurðardóttir. Ekki náðist í hóp í alvfræðiáfanga í vetur en vonandi verður hægt að mynda hóp aftur næsta vetur.
Lesa meira

Tölum saman

Ekki barnið mitt? Í dag, fimmtudaginn 21. nóvember frá kl. 17-19, verður haldið í Menningarhúsinu Hofi málþing fyrir alla sem koma að uppeldi barna og unglinga. Yfirskrift málþingsins er "Tölum saman". Spurt er spurninga á borð við þessar: Hver er ábyrgð okkar sem samfélags? Er vímuefnaneysla einstaklingsins bara hans mál? Ræða foreldrar sín á milli um félagslíf barna sinna? Hver er staðan á Akureyri? Dagskrá málþingsins er þessi: Ekki barnið mitt Jóhannes Kr. Kristjánsson faðir Sigrúnar Mjallar sem lést vegna ofneyslu fíkniefna aðeins 17 ára. Vímuefnaneysla grunn- og framhaldsskólanema. Hvað gerist milli skólastiga? Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu. Tónlistaratriði Nemendur frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Hvernig er að vera foreldri fíkils? Inga Lóa Birgisdóttir. Fíkniefnaheimurinn á Akureyri Lögreglan á Akureyri. Tónlistaratriði Nemendur frá Menntaskólanum á Akureyri. Pallborðsumræður
Lesa meira

Ella umferðartröll

Í dag fengum við Ellu umferðartröll í heimsókn. Markmið verkefnisins er að auka öryggi barna sem eru að fara í fyrsta sinn ein út í umferðina. Um er að ræða leiksýningu sem hefur fengið vottun Samgöngustofu og fjallar um Ellu tröllastelpu sem kann ekki umferðarreglurnar. Ella kynnist stáknum Benna og saman lenda þau í ýmsum ævintýrum í umferðinni. Þegar fylgst er með uppátækjum Ellu og Benna kynnast börnin umferðarreglunum á skemmtilegan og fræðandi hátt. Leikhópurinn Kraðak hitti börn í 1. og 2. bekk Brekkuskóla í dag.  
Lesa meira

Tæknimennt

Hér má sjá nemenasýningu í tæknimennt sem stendur yfir á brúnni um þessar mundir. Kennari í tæknimennt (smíðum) er Brynhildur Kristinsdóttir.
Lesa meira

Skákkennsla fyrir 1. - 4. bekk

Það voru hressir og áhugasamir nemendur sem mættu til leiks í skákkennslu í síðustu viku. Leiðbeinandi er Andri Freyr sem er framhaldsskólanemandi og fyrrum nemandi Brekkuskóla. Andri Freyr er fyrrum skákmeistari  Brekkuskóla og hefur hann teflt í sjö ár. Andri Freyr leiðbeinir nemendum skák í sjálfboðaliðavinnu. Honum til aðstoðar eru Guðbjörn og Halldór Logi skólaliðar og starfsmenn Frístundar. Þess má geta að Halldór Logi er einnig fyrrum nemandi í Brekkuskóla. Alls voru sett upp fjögur skipti og eru tvö þeirra eftir. Næstu skipti verða 8. og 15. nóvember kl. 13:10 - 13:50. Skráning fer fram hjá Stellu deildarstjóra stella@akureyri.is  Hér má nálgast fleiri myndir frá kennslustundinni.
Lesa meira

Sjálfstyrking, spuni og dans

Gerður Ósk Hjaltadóttir kennir nemendum í 1., 6., 7. og 8.bekk sjálfstyrkingu, spuna og dans. Hér má sjá nokkrar myndir frá kennslustundum sem fara fram á sal skólans.
Lesa meira

Fréttabréf - nóvember

Fréttabréf nóvember er komið út. Meðal efnis í blaðinu er pistill skólastjóra, kynning á rafrænu námi í Brekkuskóla, kynning á Comeniusrmarkaði sem verður á árshátíð skólans, minnt á baráttudag gegn einelti, heimsókn rithöfundar frá Svíþjóð í elstu bekkina, lestraráskorun skólasafnsins, viðburðadagatal o.fl. Fréttabréf mánaðarins má nálgast hér.
Lesa meira

Snjókast

Snjókast er leyfilegt á körfuboltavelli við norðanverðan skólann og á svæðinu við hliðina á römpunum. Þegar rætt er um snjókast við nemendur er mikilvægt að koma því á framfæri að nemendur hafi val um að taka þátt í slíkum leik á þessum svæðum. Annars staðar á skólalóð er snjókast ekki leyfilegt. Snjóbolta á aldrei að beina að andliti þeirra sem taka þátt í snjókasti og aldrei má kasta snjóbolta í átt að skólahúsnæðinu.
Lesa meira

Stormur drekameistari

Fyrstu drekameistararnir eru farnir að hljóta viðurkenningar á skólasafni Brekkuskóla. Hér er það Stormur Karlsson sem hlaut titilinn á dögunum. Nánar um Drekameistarann
Lesa meira

Vikupóstur úr 2. bekk

Kæru foreldrar Það voru mjög spennt börn sem héldu af stað í haustfrí í dag :-)
Lesa meira