Innlit í heimilisfræði
Það voru flottir leikskólanemendur frá Hólmasól sem mættu í Brekkuskóla
í morgun. Bergþóra aðstoðarskólastjóri og Bryndís forstöðukona Frístundar tóku á móti þeim og buðu
þau velkomin. Þau fengu að sjá fjölbreytta verkefnavinnu sem unnin er í skólanum. Þau fóru í danstíma,
heimilisfræði, myndmennt, heimsóttu skólastjóra og skrifstofu skólans, fóru í heimsókn í tíma í 1. bekk og léku
sér síðan smá stund í Frístund.
Næsta heimsókn verður í 23. janúar, en þá munu fleiri nemendur Hólmasólar koma í heimsókn ásamt væntanlegum
nemendum frá öðrum leikskólum sem hyggja á nám hér. Netpóstur verður sendur til foreldra sem hafa skráð barn sitt í
heimsókn úr öðrum leikskólum.
Fleiri myndir frá heimsókninni