Fréttir

Drekameistari af 1. gráðu

Enn fjölgar drekameisturum í Brekkuskóla. Hér er það Lara Mist Jóhannsdóttir 3. SAB sem lauk drekagráðu I nú nýverið. Til hamingju Lara Mist. Myndir af drekameisturum sem hafa náð gráðum að undanförnu má finna hér.
Lesa meira

Alþjóðadagur móðurmálsins

Leikur og fróðleikur. Í tilefni af alþjóðadegi móðurmálsins verður efnt til nokkurra viðburða dagana 21.–28. febrúar nk. í því skyni að minna á réttinn til móðurmálsins og vekja leika og lærða til vitundar um mikilvægi móðurmáls fyrir einstaklinga og menningu þjóða. Að dagskránni standa Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Unesco-nefndin á Íslandi í samvinnu við fjölmörg samtök, stofnanir og aðra sem láta sig málið varða.
Lesa meira

Hundrað daga hátíð

Það er orðinn árviss viðburður í skólanum þegar 1. bekkur heldur sína 100 daga hátíð. Hún er haldin þegar nemendur 1. bekkjar hafa verið 100 daga í grunnskóla. Þau safna dögum alveg frá skólabyrjun. Í leiðinni er nemendum kennt að setja einingar saman í tugi. Þegar þau hafa safnað 10 tugum þá kemur í ljós að það er það sama og 100 dagar. Þennan dag mæta nemendur og kennarar prúðbúnir og telja saman 10 sinnum 10 einingar af góðgæti í kramarhús þar til þau eru komin með 100 mola í kramarhúsið. Nemendur syngja og horfa saman á mynd. Að lokum ganga þau svo fylktu liði um skólann og syngja. Hátíðin setur skemmtilega svip á skólastarfið þennan dag. Myndir frá hátíðinni Myndskeið frá söngstund hátíðarinnar
Lesa meira

Öskudagur - vetrarfrí

Vetrarfrí hefst á öskudaginn, miðvikudaginn 5. mars. Mánudaginn 10. mars er starfsdagur og þá er frístund opin frá kl. 08:00. Skóli hefst að nýju eftir vetrarleyfi þriðjudaginn 11. mars samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira

Pizzugerð hjá 5.bekk í dag með kokkinum Júlíusi

Nemendur í 5. bekk aðstoðuðu Júlíus kokk í dag við pizzugerð.
Lesa meira

UST í skólastarfi

Brekkuskóli vekur athygli vegna forritunarkennslu og þróunarverkefna í upplýsinga- og tölvutækni. Hér er viðtal á N4 við Helenu kennara og Arnór Gjúka nemanda og aðstoðarkennara í forritun. Þau kenna saman tölvuleikjaforritun í Símey. Brekkuskóli er í þróunarstarfi um UST í skólastarfi. Einn liður í því er Nordplusverkefni sem er samstarfsverkefni Brekkuskóla og annarra skóla í Noregi og Lettlandi. Verkefnið tekur til þriggja ára og er nú þegar komið vel af stað. Í Nordplus verkefninu er lögð áhersla á nám og kennslu með UST þar sem kennarar og nemendur læra saman og læra hvert af öðru.Hér er sameiginleg vefsíða skólanna um verkefnið. Arnór Gjúki er aðstoðarmaður kennara í valgrein í Brekkuskóla sem heitir Forritun sem Sigríður Margrét kennir. Þróunarverkefni um rafrænt nám og kennslu í Brekkuskóla er nánar líst á UT torgi menntamiðju. Margrét Þóra og Helena lærðu á thinglink hjá nemendum í Lettlandi þegar þær fóru þangað. Hér er eitt verkefni frá Margréti Þóru sem hún lærði að gera þar.
Lesa meira

Skólapeysur

Hin árlega sala á Brekkuskólapeysunum vinsælu fer fram á viðtalsdögunum 10. og 11. febrúar Í boði verður tvílituð hettuspeysa líkt og á síðasta skólaári, margir litir í boði. Mátun og pöntun verður í matsal Brekkuskóla klukkan 08-16 báða dagana. Verð er 6000 kr. peysan Ath. að greiða verður við pöntun, ekki er posi á staðnum. (innifalið í verði er nafn barns og skóla þrykkt á peysu kjósi nemendur það) Bestu kveðjur 10. bekkingar
Lesa meira

Skólaval

Tilkynning frá Skóladeild: Skólaval – innritun nemenda í 1. bekk grunnskóla Í febrúarmánuði fer fram innritun nemenda sem hefja nám í 1. bekk í grunnskólum Akureyrar haustið 2014. Á heimasíðu skóladeildar, http://www.akureyri.is/skoladeild, undir hnappnum Skólaval - grunnskólar, má finna upplýsingar um grunnskólana á Akureyri, sértæka þjónustu, viðmiðunarreglur um inntöku, rafræn umsóknareyðublöð og fleira. Hver skóli er með kynningarfund, opið hús, fyrir foreldra barna sem hefja nám í grunnskóla haustið 2014 og eru foreldrar hvattir til að notfæra sér það tækifæri.  Kynning/opið hús, verður í grunnskólum Akureyrar í febrúar frá kl. 9:00-11.00:  Glerárskóli og Lundarskóli           11. febrúar Giljaskóli og Naustaskóli              12. febrúar Oddeyrarskóli og Síðuskóli          13. febrúar Brekkuskóli                                14. febrúar
Lesa meira

Fréttabréf - febrúar

Ágætu foreldrar/forráðamenn. Fréttabréf febrúarmánaðar er komið út. Þar má finna umfjöllun um starfið í 5. bekk, pistil frá skólastjóra og myndir frá fjöltefli og heimsóknum leikskólabarna. Viðburðardagatal og matseðill er á sínum stað ásamt leiðbeiningum um skráningu foreldra í samtöl. Í pistli skólastjóra kemur fram að á vefsíðu skólans megi finna niðurstöður kannana úr skólastarfinu og er slóðina að finna hér. Með kveðju úr skólanum! Bergþóra Þórhallsdóttir aðstoðarskólastjóri
Lesa meira

Samtalsdagar

Mánudaginn 10. febrúar og þriðjudaginn 11. febrúar verða samtalsdagar í Brekkuskóla. Þessa daga er ekki kennsla, en ætlast er til þess að nemendur mæti ásamt forráðamönnum til allt að 30 mínútna viðtals við umsjónarkennara annan hvorn þessara daga.  Við prófum nú nýtt fyrirkomulag á niðurröðun viðtala sem felur í sér að foreldrar sjálfir bóka sig í samtalstíma hjá umsjónarkennara í gegnum www.mentor.is.   Þá er farið inn á fjölskylduvef mentor og smellt á hlekk sem birtist hægra megin á síðunni - "bóka foreldraviðtal".
Lesa meira