Fréttir

Skólaslit 2013

Skólaslit Brekkuskóla fóru fram miðvikudaginn 5. júní. Stundin var hátíðleg að venju. Það eru  54 nemendur sem kveðja núna skólann og innritaðir hafa verið 45 nemendur í 1. bekk næsta skólaár. Stjórnendur þakka nemendum, foreldrum/forráðamönnum og samstarfsfólki samstarfið skólaárið 2013 - 2014. Myndir frá útskriftarathöfn 10. bekkja. Starfsdagar verða dagana 7. - 10. júní 2013. Skrifstofa Brekkuskóla verður opin til og með 21. júní 2013, en lokar eftir það vegna sumarleyfa. Þeir sem eiga eftir að skila Unicef umslögum eða vilja koma framlagi til Unicef geta komið framlögum á skrifstofu.
Lesa meira

Myndir frá vorgrilli og útileikjum

Hér má nálgast myndir og myndskeið frá vorgrilli og útileikjum 2013 Á vorgrillinu voru 5 ára nemendur og forráðamenn þeirra sérstakir gestir og fengu appelsínugula boli merkta skólanum að gjöf frá sjóði foreldrafélagsins "Vinir Brekkuskóla". Eru þeim hér færðar bestu þakkir fyrir. Ókí pókí - Gleðilegt sumar!
Lesa meira

Útileikir

Á vorin er gjarnan farið í hópefli utandyra og þetta vorið var engin undantekning á því. 7. bekkur naut veðurblíðunnar og skemmti sér vel í grasinu græna. Hér má finna nokkrar myndir frá útikennslunni.
Lesa meira

Fréttabréf - júní

Út er komið síðasta fréttabréf þessa skólaárs. Í blaðinu eru ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir skólalokin og skólasetningu næsta skólaárs. Fréttabréf júní.
Lesa meira

Dansað utandyra

Þegar mikið er um að vera í skólanum þarf að nýta allt pláss sem til er og góða veðrið. Á meðan 9. bekkur var með kynningu á sal dönsuðu 3. og 4. bekkingar í portinu framan við aðalinngang skólans. Dansinn var smitandi og eldri nemendur dilluðu sér með.Hér má finna nokkrar myndir frá dansinum.
Lesa meira

Leitin mikla

Í dag leysir 9. bekkur ýmsar þrautir í ratleik sem við köllum "Leitin mikla". Nemendum er skipt upp í lið og þau spígspora um bæinn í leit að ýmsum svörum. Dagurinn hófst á myndatöku af liðunum, en þau fá einnig stig fyrir að mæta einkennisklædd. Hér má nálgast myndir af hópunum.
Lesa meira

Starfskynning - uppgjör 9. bekkjar

Nemendur 9. árgangs héldu kynningu á sal fyrir foreldra um störf sem nemendur kynntu sér í vikunni. Nemendur fóru út í atvinnulífið og kynntu sér ólík störf. Eftir starfskynningu undirbjuggu nemendur kynningu á sal þar sem foreldrum, starfsfólki og 8. bekkingum var boðið að koma og fræðast um störfin. Hér má nálgast nokkrar myndir frá undirbúningnum og kynningunni þeirra.
Lesa meira

Skólaferðalag 10. bekkjar

Skólaferðalag 10. bekkjar er hafið og stendur yfir fram á föstudag. Hópurinn lagði af stað prúðbúinn og fararstjórarnir létu ekkert vanta upp á útlitið eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Lesa meira

Tilraunir í 5. bekk

Það er alltaf spennandi að gera tilraunir. Nemendur í 5. bekk unnu í hópum að nokkrum tilraunum þar sem þau komust að ýmsu varðandi, ljós, rafmagn, segulkraft o.fl. Hér á síðunni má finna myndir og myndskeið frá tilraunahópvinnunni. Myndskeið: Ljós og speglar Myndskeið: Rafmagn og rafmagnsljós Myndskeið: Stöðurafmagn
Lesa meira

Textílmennt vorið 2013

Nemendur Brekkuskóla hafa verið iðnir í vetur við að útbúa ýmis konar textílverk. Kíkið endilega á myndir af verkum nemenda hér á síðunni.
Lesa meira