Fréttir

Vorskóli

Myndir frá fyrri vorskóladeginum Verðandi nemendum í 1. bekk í Brekkuskóla skólaárið 2013 – 2014 stendur til boða að koma í vorskóla dagana 6. – 7. maí milli kl.14:00 og 16:00 báða dagana. Nemendur koma í fylgd foreldra/foreldris og hitta verðandi kennara sína sem undirbúið hafa þessar stundir með þeim.
Lesa meira

Styrkur

Styrkur frá Sprotasjóði hefur verið veittur verkefninu "Rafrænt nám í Brekkuskóla" til næstu tveggja ára. Styrkur fékkst einnig í fyrra fyrir sama verkefni á yfirstandandi skólaári og gefur þessi framhaldsstyrkur skólanum byr undir báða vængi við áframhaldandi þróunarvinnu.
Lesa meira

Íslandsmeistari í bogfimi

Sesar Hersisson 10. SGP hlaut um helgina titilinn Íslandsmeistari unglinga í bogfimi. Til hamingju Sesar með frábæran árangur!
Lesa meira

Sumardagurinn fyrsti og starfsdagur

Sumardagurinn fyrsti er fimmtudaginn 25. apríl n.k. Hann er almennur frídagur og því enginn skóli.  Föstudaginn 26. apríl er starfsdagur starfsfólks í Brekkuskóla. Þetta er leyfisdagur nemenda og því engin kennsla. Gleðilegt sumar!
Lesa meira

Krufning í náttúrufræði

Við innlit í náttúrufræðikennslu hjá Hönnu Dóru föstudaginn 12. apríl voru nemendur í óða önn að kryfja brjóstholslíffæri úr svínum. Nemendur hafa undanfarið verið að læra um blóðrásarkerfi og öndunarfæri og var þetta lokahnykkurinn í þeirri fræðslu. Nemendur þurftu að finna helstu æðar sem liggja til og frá hjartanu, skoða virkni lungnanna og sjá hvernig þessi líffæri vinna saman. Þennan sama dag var tilbreytingadagur þar sem nemendur klæddust óhefðbundið. Skemmtilegur dagur! Hér eru fleiri myndir frá verkefnavinnunni
Lesa meira

iPad vinnustofa kennara

Kennarar Brekkuskóla sóttu iPad vinnustofu hjá Epli.is þar sem þeir prófuðu margvísleg smáforrit "öpp" til kennslu. Spjaldtölvur og snjallsímar skapa nýja vídd í kennslu. Tæknin er að breyta því hvernig kennarar kenna um leið og tæknin er að breyta því hvernig nemendur læra. Brekkuskóli hefur sérstaklega verið að skoða hvernig tæknin getur hjálpað nemendum með sérþarfir, en einnig hafa nokkrir kennarar prófað sig áfram i hópvinnu með iPad. Kennarasíður Epli.is eru hjálplegar þegar velja á smáforrit fyrir kennslu.
Lesa meira

Upplýsingaverið

Í upplýsingaverinu okkar, skólabókasafninu, er oft líf og fjör. Hér eru nokkrar myndir sem sýna fjölbreytta starfsemi. Hér er það frjáls tími sem er nýttur í að tefla, lesa, spila og að læra dönsku. Myndir úr upplýsingaverinu Myndskeið - nota tímann til að læra dönsku
Lesa meira

Hlíðarfjall 2013

Það var líf og fjör í brekkum Hlíðarfjalls í dag þegar nemendur Brekkuskóla um 450 talsins komu á staðinn. Hér má finna nokkrar myndir frá vel heppnuðum útivistardegi.
Lesa meira

Upplestrarhátíð í 4. bekk

Föstudaginn 12. apríl fór fram upplestrarhátíð í 4. bekk. Hátíðin er liður í því að efla börnin í að koma fram og lesa upphátt fyrir áheyrendur. Hátíðin hófst með tónlistaratriði þar sem nemendur sungu lagið "Mamma fær það bezta". Því næst tók við flutningur á ljóðum og smásögum samkvæmt neðangreindum lista. Nemendur skiptust á að lesa á ýmsan máta, einir í pontu og jafnframt saman í hóplestri. Strákar og stelpur lásust á þar sem strákarnir fóru með hlutverk drengsins og stúlkurnar hlutverk lækjarins í ljóðinu "Drengurinn og lækurinn". Aðstandendum barnanna var boðið á sal til að hlusta og var vel sótt. Í lok hátíðarinn afhenti Jóhanna María skólastjóri nemendum viðurkenningarskjal. Myndir frá hátíðinni
Lesa meira

Breiðasta brosið

Í 1. bekk var verið að mæla breiðasta brosið þegar aðstoðarskólastjóri leit við hjá þeim. Skemmtilegt verkefni það og átti vel við tilbreytingardaginn sem fólst í að stelpur klæddust strákalegum fötum og strákar stelpulegum fötum. Gaman saman!
Lesa meira