Nemendur í 8. bekk fengu kennslustund í Nordplus verkefninu þar sem nemendur í Lettlandi voru í samskiptum við þau. Nemendurnir í 8. bekk og
tíu nemendur í Lettlandi áttu samskipti á ensku í hugbúnaðinum "todaysmeeting" og notuðu iPad spjaldtölvur. Nemendunum var skipt upp í 5
hópa og var hver hópur með 2-3 spjaldtölvur.
Helena og Margrét Þóra kennarar voru staddar í Lettlandi og áttu samskipti við afleysingakennara og nemendur hér heima í gegnum "Facetime" í
spjaldtölvum. Þennan dag átti einn nemandinn í 8. bekk afmæli og nemendur í Lettlandi sungu fyrir hana afmælissöng á þeirra
tungumáli. Bekkjarfélagar hér heima sungu síðan einnig á íslensku í áheyrn Lettanna. Hér
má sjá nokkrar myndir frá verkefninu.