31.05.2013
Út er komið síðasta fréttabréf þessa skólaárs. Í blaðinu eru ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir skólalokin
og skólasetningu næsta skólaárs. Fréttabréf júní.
Lesa meira
31.05.2013
Þegar mikið er um að vera í skólanum þarf að nýta allt pláss sem til er og góða veðrið. Á meðan 9. bekkur var með
kynningu á sal dönsuðu 3. og 4. bekkingar í portinu framan við aðalinngang skólans. Dansinn var smitandi og eldri nemendur dilluðu sér
með.Hér má finna nokkrar myndir frá dansinum.
Lesa meira
31.05.2013
Í dag leysir 9. bekkur ýmsar þrautir í ratleik sem við köllum "Leitin mikla". Nemendum er skipt upp í lið og þau spígspora um bæinn
í leit að ýmsum svörum. Dagurinn hófst á myndatöku af liðunum, en þau fá einnig stig fyrir að mæta einkennisklædd. Hér má nálgast myndir af hópunum.
Lesa meira
31.05.2013
Nemendur 9. árgangs héldu kynningu á sal fyrir foreldra um störf sem nemendur kynntu sér í vikunni. Nemendur fóru út í
atvinnulífið og kynntu sér ólík störf. Eftir starfskynningu undirbjuggu nemendur kynningu á sal þar sem foreldrum, starfsfólki og 8. bekkingum
var boðið að koma og fræðast um störfin.
Hér má nálgast nokkrar myndir frá undirbúningnum og kynningunni þeirra.
Lesa meira
28.05.2013
Skólaferðalag 10. bekkjar er hafið og stendur yfir fram á föstudag. Hópurinn lagði af stað prúðbúinn og fararstjórarnir létu
ekkert vanta upp á útlitið eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Lesa meira
23.05.2013
Það er alltaf spennandi að gera tilraunir. Nemendur í 5. bekk unnu í hópum að nokkrum tilraunum þar sem þau komust að ýmsu varðandi,
ljós, rafmagn, segulkraft o.fl. Hér á síðunni má finna myndir og myndskeið frá
tilraunahópvinnunni.
Myndskeið: Ljós og speglar
Myndskeið: Rafmagn og rafmagnsljós
Myndskeið: Stöðurafmagn
Lesa meira
22.05.2013
Nemendur Brekkuskóla hafa verið iðnir í vetur við að útbúa ýmis konar textílverk. Kíkið endilega á myndir af verkum nemenda hér á síðunni.
Lesa meira
22.05.2013
Á vordögum er gjarnan farið í vettvangsferðir í næsta nágrenni. Hér er það 6. bekkur ÞG sem sótti
Iðnaðarsafnið heim. Brekkuskóli er vel staðsettur. Nálægð við söfn, lystigarð, sjó, fjöru, andapoll, menningu og afþreygingu
ýmis konar er dýrmæt viðbót við annars góðan aðbúnað. Sjá myndir frá
ferð 6.ÞG og fræðslu um þróun iðnaðar á Eyjafjarðarsvæðinu.
Lesa meira
21.05.2013
Það er margt brallað í Frístund. Að undanförnu hafa nokkrir drengir ásamt Guðbirni Veigari skólaliða tekið upp og klippt stuttmynd.
Myndin ber yfirskriftina "Frístunahetjurnar og Brekkubomban". Drengirnir eru allir í 4. bekk og sýndu þeir skólasystkinum sínum myndina í
kennslustund.Sjá myndir frá bíósýningunni hér.
Lesa meira
13.05.2013
Þriðjudaginn 28. maí og miðvikudaginn 29. maí kl. 9-12 fara nemendur 9. bekkjar Brekkuskóla í starfskynningar í fyrirtæki á Akureyri
eða nágrenni. Það er samstarfsverkefni nemenda, foreldra og skóla að sjá um útvegun fyrirtækja. Foreldrar þurfa að staðfesta val
nemenda með undirskrift.
30. maí munu nemendur halda kynningu á sal fyrir foreldra, kennara og nemendur í 8. bekk á því hvers þau hafa orðið vísari í
starfskynningu. Öllum ber skylda til að mæta og gera grein fyrir þátttöku sinni.
Umsjón með framkvæmd starfskynninga hafa Steinunn námsráðgjafi og kennararnir Sigríður Pálmad., Svanhildur, Fjóla Dögg og
Margrét Þóra.
Lesa meira