04.12.2012
Morgunmóttaka hjá 5. bekk verður þriðjudaginn 4.desember kl. 08:00 - 09:00. Brauðbollur og kaffi selt í matsal samkvæmt venju.
Sjáumst í skólanum!
Lesa meira
21.11.2012
Nú er komið að árshátiðarballi Brekkuskóla sem allir hafa beðið eftir. Ballið byrjar kl 20.30 og stendur til
miðnættis. Ballið er fyrir 8.-10.bekk en 7. bekkingar Brekkuskóla eru einnig velkomnir.
Hinn geysivinsæli Jón Jónsson spilar ásamt DJ Bernódusi Óla.
Aðgangseyrir er 1000 kr.
Sjáumst!
10. bekkingar Brekkuskóla
Lesa meira
21.11.2012
Ef veður eru válynd er reglan sú að foreldrar meta hvort þeir treysta börnunum í eða úr skóla. Starfsfólk er til taks
í skólanum, en skóla er ekki aflýst nema í allra verstu veðrum. Þegar svo er þá er það gert með auglýsingu í
útvarpi fyrir alla grunnskóla Akureyrarbæjar.
Ef foreldrar meta það svo að þeir treysti ekki barni sínu í skólann þá eru þeir beðnir um að tilkynna það í
síma 462-2525 eða með tölvupósti frá foreldri á brekkuskoli@akureyri.is og þá er
leyfi skráð á barnið.
Nánar hér
Lesa meira
22.11.2012
Brynhildur Þórarinsdóttir kom í síðast liðinni viku og las fyrir 1. - 3. bekk úr bók sinni Blávatnsormurinn sem er á metsölulista Eymundsson um þessar mundir.
Gunnar Helgason kemur í heimsókn til 4. og 5. bekkja í Brekkuskóla 21. nóvember kl. 10:40 - 11:40 og les upp úr sögunni Aukaspyrna á Akureyri sem einnig er á lista yfir söluhæstu bækur um þessar mundir. Bókin er æsispennandi saga sem stelpur og strákar um allt land hafa beðið óþreyjufull eftir síðan þau lögðu frá
sér Víti í Vestmannaeyjum. Frá upplestrinum.
Þorgrímur Þráinsson kemur í heimsókn til okkar 22. nóvember næstkomandi og mun lesa upp úr verkum sínum . Nýjasta
bók Þorgríms er "Krakkinn sem hvarf" . Frá upplestrinum. Hann hittir nemendur sem hér segir:
kl. 08:00 - 9:20 10. SGP í stofu 316
kl. 09:40 - 11:00 10. SÁ í stofu 316
kl. 11:20 - 12:00 4. og 7. bekkir í stofu 202-203
kl. 13:10 - 13:50 5. - 6. bekkur á sal
Lesa meira
14.11.2012
Í dag kom fulltrúi frá foreldrafélagi Brekkuskóla og afhenti nemendum örbylgjuofn og samlokugrill að gjöf. Tækin verða staðsett í
sjoppu skólans sem 10. bekkur rekur ár hvert. "Vinum Brekkuskóla" sem er heiti á sjóði foreldrafélags skólans og styrktur af foreldrum eru
færðar bestu þakkir fyrir.
Lesa meira
14.11.2012
Helgina 10. - 11. nóvember 2012 fór fram píanókeppni Epta í Salnum í Kópavogi, en Epta eru samtök evrópskra
píanókennara. Keppt varr í þremur flokkum: 1. flokkur 14 ára og yngri, 2. flokkur 18 ára og yngi og 3. flokki 25. ára og yngri. Fulltrúi
Tónlistarskólans á Akureyri var hinn 14 ára gamli Alexander Smári Kristjánsson Edelstein 9. SS Brekkuskólasem
keppti í fyrsta flokki en kennari hans er Þórarinn Stefánsson sem er foreldri hér við skólann. Skemmst er frá því að segja
að Alexander Smári sigraði í sínum flokki. Starfsfólk og nemendur Brekkuskóla óskar Alexander og Þórarni innilega til hamingju
með frábæran árangur.
Lesa meira
16.11.2012
Föstudagurinn 16. nóvember er tileinkaður íslenskri tungu.
Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er
fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Í framhaldi af því hefur menntamála- og
menningarmálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan
dag rækt við það. Með því móti beinist athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir
þjóðarvitund og alla menningu.
Lesa meira
12.11.2012
Í Brekkuskóla er unnið þróunarverkefni sem ber yfirskriftina "Rafrænt nám í Brekkuskóla". Það gengur út á
það að þróa aðferðir til að auka fjölbreytni í kennslu með aðstoð tölvu- og upplýsingatækni.
Meginmarkmið með verkefninu er m.a.:
- að efla sjálfstæði nemenda í námi
- að auka gæði og fjölbreytni í kennsluaðferðum
- að fækka niðurfelldum kennslustundum nemenda
- að auka þekkingu og efla endurmenntun kennara á sviði upplýsinga- og samskiptatækni
- að nemendur læri að nýta tölvu- og upplýsingatækni í námi á hagnýtan hátt í einstaklingsmiðuðu
námi
- að bæta líðan og áhuga nemenda í námi
- að meta allt vinnuframlag nemenda óháð staðsetningu og taka tillit til þess í heildarskipulagi námsins
- að skipuleggja hluta náms nemenda sem rafrænt nám með aðgangi að tölvuveri og leiðbeinandi aðstoð frá kennara
Lesa meira
08.11.2012
Myndir frá árshátíðinni eru að koma inn hægt og bítandi í tenglinum "Myndir" hér að ofan.
Lesa meira
08.11.2012
Nokkrir drengir í 10. bekk völdu sér að aðstoða við kennslu í 1. bekk í aðdraganda árshátíðar. Þeim tókst
verkefnið vel á hendur. Þessi starfskynning var kærkomin fyrir þá sem fundu sig ekki í skemmtiatriðum eða undirbúningi
árshátíðar. Takk fyrir aðstoðina drengir! Sjá myndir frá kennslustund
Lesa meira