5 að verða 6

Jóhanna María skólastjóri heilsar börnunum
Jóhanna María skólastjóri heilsar börnunum
Í vikunni fengum við heimsókn frá leikskólanemendum frá hinum ýmsu leikskólum bæjarins. Foreldrar þessara barna áforma að innrita barn sitt í Brekkuskóla. Börnin mættu í fylgd foreldris og fengu kynningu á húsnæði og aðbúnaði í skólanum, kynntu sér Frístund og fengu ávaxtabita. Það var ekki annað að sjá en hópurinn hafi kunnað vel við sig. Þau sáu kennslustofur fyrir listgreinar (myndmennt, handmennt, heimilisfræði, smíðar), kíktu inn til 1. bekkinga og til skólastjórans, fóru í salinn og í mötuneytið, á bókasafnið og tölvuverið. Svo fengu þau að sjá hvernig við fjölföldum verkefni handa nemendum. Sjá myndir. Næst koma þau og verða í kennslustund með 1. bekkingum og fara með þeim í mat. Þriðja heimsóknin verður síðan í íþróttatíma. Foreldrar sem skráð hafa börn sín í heimsóknirnar fá sendan póst um næstu heimsóknir.