05.10.2012
Landsmót Samfés hefst á Ísafirði á föstudaginn 5. október og stendur í þrjá daga. Frá Akureyri fara
fulltrúar úr öllum skólum alls 36 ungmenni sem öll starfa í félagsmiðstöðvaráðum og sækja valgreinina
félagsmálafræði á vegum félagsmiðstöðvanna. Von er á um 400 unglingum á aldrinum 13-16 ára frá
félagsmiðstöðvum víðsvegar af landinu.
Lesa meira
04.10.2012
Félagsmiðstöðin Trója er staðsett í Rósenborg og er sameiginleg félagsmiðstöð fyrir Brekkuskóla, Lundarskóla,
Naustaskóla og Oddeyrarskóla. Starfsmenn Tróju veturinn 2012-2013 eru:
Lesa meira
03.10.2012
FRESTAÐ! Miðvikudaginn 3. október er
áætlað að allur skólinn fari í fjallgöngu til að njóta samveru og útiveru. Þeim nemendum sem ekki geta farið í göngu af
einhverjum ástæðum verður boðið upp á afþreyingu í skólanum. Farið verður í göngur sem hér segir:
Lesa meira
18.09.2012
Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar býður börnum með ADHD að taka þátt í námskeiði til að efla færni á
ýmsum sviðum. Námskeiðið er fyrir börn fædd árið 2003 og 2004 og eru 6 börn í hverjum hópi. Áhersla er
lögð á að auka færni barna í félagslegum samskiptum, skapstillingu, sjálfsstjórn og að bæta athyglisgetu þeirra. Hópurinn
hittist tvisvar í viku 2 tíma í senn, í 5 vikur (10 skipti alls) með tveimur þjálfurum. (Þetta námskeið verður 22.okt.-21.nóv.
á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:15-18:15).
Nánari upplýsingar má finna hér.
Umsóknareyðublað.
Lesa meira
17.09.2012
Foreldramappa hefur nú verið afhent öllum foreldrahópum innan skólans. Foreldrum hefur einnig verið skipt upp í þrjú starfstímabil
innan hvers árgangs. Listi yfir hópana er nú í vinnslu og verður brátt hægt að nálgast þá hér á síðunni.
Þeir sem halda á "keflinu" fá möppuna í hendur og leiða vinnuna innan hvers árgangs. Það er von stjórnenda skólans og
stjórnar foreldrafélagsins að þetta fyrirkomulag styðji við foreldrasamstarfið innan árganga.
Lesa meira
26.11.2012
Mánudaginn 26. nóvember er starfsdagur í Brekkuskóla. Þá eru nemendur í leyfi og Frístund er lokuð fyrir hádegi.
Lesa meira
05.09.2012
Í ár tekur Ísland þátt í sjötta skipti í alþjóðlega verkefninu Göngum í skólann. Verkefnið hófst
í Bretlandi árið 2000 og hefur þátttaka stöðugt farið vaxandi. Á alþjóðavísu er Göngum í skólann
verkefnið í október og Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn er 3. október. Vegna birtu og veðuraðstæðna fer Göngum
í skólann verkefnið fram hér á Íslandi í septembermánuði. Það hefst miðvikudaginn 5. september og lýkur á
alþjóðlega deginum 3. október n.k.
Lesa meira
10.09.2012
Haustkynningar skólaárið 2012-2013 fyrir foreldra nemenda í Brekkuskóla verða sem hér segir:
10. sept. Kynning á starfsáætlun árganga fyrir foreldra barna í 6., 7. og 8. bekk
11. sept. Kynning á starfsáætlun árganga fyrir foreldra barna í 1. bekk
12. sept. Kynning á starfsáætlun árganga fyrir foreldra barna í 2. og 3 bekk
13. sept. Kynning á starfsáætlun árganga fyrir foreldra barna í 4. og 5. bekk
14. sept. Kynning á starfsáætlun árganga fyrir foreldra barna í 9. og 10. bekk
Kynningarnar hefjast allar kl. 08:00 (að morgni) á sal skólans og að lokinni stuttri kynningu á sal frá skólastjórnendum fara foreldrar
í heimastofur nemenda þar sem umsjónarkennarar ræða nánar um starfið í árganginum. Áhersla að þessu sinni verður
lögð á samstarf foreldra og skóla.
Lesa meira
27.08.2012
Miðvikudaginn 29. ágúst skunda nemendur og starfsfólk Brekkuskóla í miðbæinn í afmælisveislu í boði Akureyrarbæjar.
Skólar bæjarins munu einkenna sig með litum og borðum merktum skólunum. Brekkuskóli verður fjólublár og við mælum með að
nemendur klæðist fjólubláu ef það er möguleiki en það væri líka mjög skemmtilegt ef allir sem eiga Brekkuskólapeysu myndu
koma í henni þennan dag. Hver og einn getur svo ákveðið hvort hann vill hafa fjólubláa andlitsmálningu.
Hér kemur dagskrá á Ráðhústorgi miðvikudaginn 29. ágúst:
Lesa meira
14.08.2012
Allir foreldrar barna sem skráðu börn sín í vor og ætla að nýta þjónustu Frístundar fyrir börn sín næsta
skólaár þurfa að staðfesta skráninguna frá í vor.
Staðfesting skráningar í Frístund fer fram 14. ágúst milli kl. 10.00 og 15:00 í húsnæði Fristundar á neðstu hæð
skólans, gengið inn að sunnan. Einnig er hægt að senda tölvupóst á forstöðukonu Frístundar Bryndísi Baldursdóttur bryndisb@akmennt.is eða hringa í síma 462 -2526.
Lesa meira