Fréttir

Spila og þemadagur

Mánudaginn 19. desember verður tilbreytingadagur í Brekkuskóla eins og fram kemur á skóladagatali. Þennan dag fylgja nemendur aldursblönduðum hópi og fara á fjórar mismunandi "spila og leikjastöðvar" milli kl. 8 og 11:20. Eftir það fara nemendur til umsjónarkennara í heimastofu. Þar verða þau þangað til kemur að mat og fara svo í Frístund eða heim á eftir. Opið er í Frístund þennan dag frá kl. 12:10
Lesa meira

Lýðveldisdagurinn 1. des.

Söngur sal var í boði hér í Brekkuskóla á lýðveldisdaginn okkar Íslendinga hér í Brekkuskóla. Hér finna nokkrar myndir. Líklega er erfitt fyrir íslensk börn að hugsa sér að við Íslendingar höfum einhvern tíma haft kóng í stað forseta. Þó eru ekki nema tæp 60 ár síðan við yfirgáfum danska kóngsríkið sem við höfðum tilheyrt síðan á 14. öld. Þetta gerðist árið 1944 þegar við stofnuðum lýðveldi hér á landi og kusum okkur forseta í fyrsta sinn. En þá höfðum við verið „frjálst og fullvalda ríki“ í rúm 25 ár. Íslendingar fengu nefnilega að mestu leyti sjálfstæði frá Dönum 1. desember árið 1918. Sjálfstæðisbarátta okkar hafði þá staðið síðan snemma á 19. öld.
Lesa meira

Skólapeysur

Frá 10. bekkingum: Nú er komið að þvi að selja Brekkuskólapeysur fyrir árið 2012. Framan á peysunum verður "nafn viðkomandi nemanda" og aftan á peysunni mun standa "Brekkuskóli". Peysurnar kosta á bilinu 5000 - 5500 kr. Nú þegar hafa allir nemendur í 1. - 7. bekk fengið senda miða með sér heim þar sem kostur er gefinn á að panta peysu með undirskrift foreldris/forráðamanns. Miðanum þarf að skila í síðasta lagi mánudaginn 21. nóvember. Á næstunni verður síðan ákveðinn mátunardagur þar sem hægt er að máta sýnishorn af peysum og ákveða stærð og lit. Kær kveðja 10. bekkur
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember

Smellið á myndina hér fyrir neðan til að fara á hugmyndasíðu.
Lesa meira

Fréttabréf

Fréttabréf Brekkuskóla er komið út. Fréttabréfið má nálgast hér. Eldri Fréttabréf má nálgast hér.
Lesa meira

Tónlist.is

Á vefnum http://www.tonlist.is/Audiobook er að finna úrval hljóðbóka sem bæði nemendur, foreldrar og starfsmenn geta nýtt sér. Hljóðbækur eru mjög góðar fyrir önnum kafna, lesblinda og þá sem hafa verið áhugalitlir um lestur. Fram að þessu hefur verið mjög erfitt að nálgast hljóðbækur með nýju efni og gömlu, fyrir "fólk án greiningar"en nú er öldin önnur!
Lesa meira

Mat á miðri önn

Á unglingastigi fer nú fram mat á miðri önn. Matið fer fram í Mentor undir "leiðsagnarmat". Aðstandendur nemenda hafa þegar fengið senda ítrekun um að skrá með nemendum mat í hverri námsgrein fyrir föstudaginn 4. nóvember. Nánari leiðbeiningar er að finna í Fréttabréfi Brekkuskóla fyrr á þessu ári sem nálgast má hér. Leiðsagnarmat á yngsta og miðstigi fer fram síðar í þessum mánuði og verður aðstandendum gert viðvart þegar það hefur verið opnað.
Lesa meira

Washingtonferð starfsfólks

Nýafstaðið vetrarfrí og starfsdagar í Brekkuskóla voru nýttir af stórum hópi starfsfólks úr Brekkuskóla til að sækja námskeið í Bandaríkjunum í Uppbyggingarstefnunni sem er agastjórnunarstefna skólans.
Lesa meira

Brunaæfing

Í dag var brunaæfing í skólanum. Æfingin gekk mjög vel. Nemendur og starfsmenn fóru út samkvæmt rýmingaráætlun skólans. Nú setjast stjórnendur og umsjónarmaður skólahúsnæðis niður og fara yfir hvað má gera enn betur. Til dæmis kom í ljós að nokkur hjól nemenda voru fyrir aðalandyri hússins sem er ein rýmingarleiðin, en tilfinnanlega vantar hjólagrindur við aðaldyr (vesturdyr) skólans.
Lesa meira

Félagsmiðstöð

Félagsmiðstöðin Trója, sem staðsett er í Rósenborg (gamla Barnaskólanum) þjónar Brekkuskóla, Lundarskóla, Naustaskóla og Oddeyrarskóla.  
Lesa meira