15.02.2012
Nýjar myndir frá árshátíðinni eru komnar inn hér á vefinn. Lítið við.
Lesa meira
10.02.2012
Í þriðja bekk hefjum við alla morgna á lestrarstund. Öll börnin eru með bók í skúffunni sinni sem
þau lesa í fyrstu 20 mínúturnar. Þegar þau ljúka við bók læðast þau hljóðlega upp á
bókasafn og ná sér í nýtt lesefni. Þau fylgjast vel með hvað hinir eru að lesa og oft vaknar áhugi á skemmtilegri bók sem
sessunauturinn er að lesa og bókmenntaumræða skapast í kjölfarið.
Lesa meira
06.02.2012
Allir morgnar í öðrum bekk byrja með samverustund. Börnin 41 að tölu setjast á gólfið á sinn, ákveðna stað, ásamt
kennurunum sínum. Í samverustund ræðum við um hvað er að gerast hverju sinni, förum yfir daginn, leggjum inn námsefni, ræðum atriði
úr Uppbyggingarstefnunni, lærum ljóð og þulur og leysum lífsgátuna. Við syngjum mikið og ljúkum samverustund svo með nokkurra
mínútna íhugun. Þar með eru allir tilbúnir til að takast á við verkefni dagsins.
Lesa meira
06.02.2012
Snillinganámskeið er þjálfun í samskiptum, tilfinningastjórn og athygli barna með ADHD
Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar býður börnum með ADHD að taka þátt í námskeiði til að efla færni á ýmsum
sviðum. Námskeiðið er fyrir börn fædd árið 2002 og 2003 og eru 6 börn í hverjum hóp. Áhersla er lögð á að auka
færni barna í félagslegum samskiptum, skapstillingu, sjálfsstjórn og að bæta athyglisgetu þeirra. Hópurinn hittist tvisvar í viku 2
tíma í senn, í 5 vikur (10 skipti alls) með tveimur þjálfurum.
Lesa meira
30.01.2012
Hér á vefsíðunni erum við að byrja á þeirri nýjung að árgangar og faggreinar sjái um að setja föstudagspósta
sína á vefsíðu skólans. Eins er markmið starfsfólks að vera duglegri að setja inn myndir frá skólastarfinu.
Eins og sést hér að neðan hefur 1. bekkur þegar sett inn sinn fyrsta póst sem um leið er n.k. "frétt vikunnar" úr skólastarfinu. Vonum
við að þessi nýbreytni fái góðar viðtökur, efli enn frekar gagnsæi skólastarfsins og geri vefinn okkar enn meira lifandi.
Lesa meira
28.01.2012
Endilega skoðið skemmtilgar myndir af hörkuduglegum nemendum í 1. bekk. Myndirnar má finna undir flipanum "MYNDIR" hér að ofan :)
Lesa meira
28.01.2012
Heil og sæl kæru foreldrar!
Dásamleg vika? Hvað haldið þið ? Jú! Rétt er það :) Liðin skólavika gekk afar ljúflega fyrir sig. Glimrandi vinna og sköpun
alla daga hjá kannski óvenju hreinum og fínum börnum ;) Hér er mikið rætt um hreinlæti og handþvott en pumpan á handsprittinu hefur
þó ekki enn kiknað undan álaginu :) Nánast allir hafa heimsótt skólahjúkrunarfræðinginn okkar í vikunni þar sem hún
ræddi við þau um hreinlæti og kenndi þeim allt um handþvottinn góða.....
Lesa meira
27.01.2012
Nemendur nýta grimmt allan snjó sem fellur til þessa dagana. Hér má sjá hluta þeirra leikja sem þau taka sér fyrir hendur.
Snjómoksturstæki bæjarins hafa hér hjálpað til. Myndirnar tók skólaliði í útigæslu. Þær má nálgast
hér.
Lesa meira
26.01.2012
Skákdagurinn verður haldinn um allt land fimmtudaginn 26. janúar
- á afmælisdegi fyrsta stórmeistara Íslendinga Friðriks Ólafssonar.
Á Skákdeginum verður teflt um allt Ísland, til sjávar og sveita. Taflfélög, skákklúbbar, grunnskólar, fyrirtæki, sundlaugar og
fleiri sameinast um að það verði teflt sem víðast á Íslandi og sem flestir landsmenn á öllum aldri setjist að tafli.
Stefán Kristjánsson nýjasti stórmeistari Íslendinga og Bragi Þorfinnsson landsliðsmaður munu tefla 100 skáka hraðskákeinvígi
í Kringlunni.
Hjörvar Steinn Grétarsson landsliðsmaður mun tefla við þjóðina gegnum netið.
Skákdagurinn verður settur þegar alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson teflir fjöltefli ofan í Laugardalslaug.
Allt um Skákdaginn
Í Brekkuskóla er búið að draga fram öll töfl sem til eru og ætlum við að helga daginn skáklistinni með umræðum um
íþróttina og með því að tefla.
Lesa meira
25.01.2012
Brekkuskóli fékk stóran hóp í heimsókn í dag frá leikskólanum Hólmasól sem er samstarfsleikskóli
Brekkuskóla. Væntanlegir nemendur frá öðrum leikskólum komu einnig í heimsókn og voru gestirnir samtals um 40 talsins. Hópurinn fékk
kynningu á skólahúsnæðinu og Frístund í þessari fyrstu heimsókn. Þökkum við þeim öllum kærlega fyrir komuna
og hlökkum til að hitta þau aftur í marsmánuði.
Nálgast má myndir frá heimsókninni hér.
Lesa meira