Í hefðbundinni skólaviku er unnið með Byrjendalæsið í fyrstu lotunni og þá er árgangnum blandað saman og unnið á sex stöðvum fjölbreytt móðurmálsvinna.
Mikil samþætting námsgreina er í tengslum við Byrjendalæsið og fléttast öll samfélagsfræði-, náttúrufræði- og lífsleiknivinnan auk listgreinanna inn í þá vinnu.
Í stærðfræðinni er áherslan lögð á margföldun þessar vikurnar og því engin tilviljun að sagan um Glókoll var valin í Byrjendalæsinu og leikgerð í framhaldinu til að sýna á árshátíð.
Framsögn og leikræn tjáning textans hefur verið aðaláhersluatriðið og allir lagt fram sínar hugmyndir og kostir þeirra og gallar verið metnir og ákvarðanir teknar í kjölfarið á lýðræðisgrundvelli.
Sú vinna hefur verið skemmtileg og gefandi og elft bekkjarandann. Nú er leikritið að taka á sig lokamyndina og við bíðum full eftirvæntinga eftir að fá að sýna fólkinu okkar afraksturinn. Sýningatíma er hægt að finna á heimasíðu skólans.
Hægt er að sjá myndir frá æfingum vikunnar hér
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is