Fréttir

Umgengnisreglur og skýr mörk

Í Brekkuskóla notum við agastjórnunarkerfið "Uppeldi til ábyrgðar". Í stefnunni er mælst til að ákveðin viðbrögð séu notuð þegar barnið fer yfir þau mörk sem skólinn setur. Viðbrögðin eru til að byggja barnið upp með því að leiðbeina því, fremur en að refsa. Hér fyrir neðan er leiðarvísir Brekkuskóla um umgengni og viðbrögð við brotum. Foreldrar geta nýtt sér þennan leiðarvísir í uppeldinu með því að heimfæra hann yfir á umgengni og skýr mörk á heimilinu. Bæklingur - Leiðarvísir um umgengni og skýr mörk í Brekkuskóla.
Lesa meira

Valgreinar í 8. - 10. bekk

Svo skemmtilega vill til að nemendum fjölgar ört þessa dagana. Þá er gott að geta blaðað í því sem við höfum upp á að bjóða í valgreinum í 8. - 10. bekk. Hér má nálgast kynningarbæklinginn sem gefinn var út í vor ásamt umsóknareyðublöðum. Umsjón með valgreinum hefur námsráðgjafi skólans Steinunn Harpa Jónsdóttir.
Lesa meira

Viðtalsundirbúningur

Eins og undanfarin ár munum við biðja ykkur um að svara spurningum til að undibúa samræðu nemenda, foreldra og kennara sem fram fer dagana 22. ágúst og 23. ágúst 2011. Undirbúningurinn fer fram rafrænt á vefsíðunni www.mentor.is.
Lesa meira

Frístund skráning

Skráningar í Frístund sem er dagvistun í skólanum eftir að skóladegi lýkur verða sem hér segir: Fimmtudag 11. ágúst kl. 10 - 14 Föstudag 12. ágúst kl. 10 - 14 Frístund er fyrir nemendur í 1. - 4. bekk. Skráningarnar fara fram í húsnæði Frístundar í Brekkuskóla. Gengið inn að sunnan. Sími í Frístund er 462-2526 Einnig er hægt að nálgast eyðublöð hér fyrir neðan og koma með umsóknina útfyllta. Frístund - Dvalarsamningur umsókn OPIÐ VERÐUR Í FRÍSTUND VIÐTALSDAGANA 22. og 23. ágúst frá kl. 08:00
Lesa meira

Námsgagnalistar veturinn 2011-2012

Námsgagnalistar fyrir skólaárið 2011 - 2012 eru komnir hér á vefinn. Munið að fara í gegnum námsgögn frá fyrri árum og kannið hvað hægt er að nýta.
Lesa meira

Síðasta fréttabréf vetrarins

Í þessu fréttabréfi er að finna margar myndir úr starfi nemenda, smellið hér til að skoða...
Lesa meira

Vorgrillsdagurinn og skólaslit

Dagskrá vorgrilldagsins og skólaslita er sem hér segir: 
Lesa meira

Viðurkenning skólanefndar fyrir framúrskarandi skólastarf

Samkvæmt skólastefnu Akureyrarbæjar skal árlega, veita þeim einstaklingum eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna og jafnvel gera enn betur. Viðurkenning er einnig staðfesting á að viðkomandi skóli/kennari/nemandi er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenning nær til.
Lesa meira

Lið Brekkuskóla stóð sig með miklum sóma!

Brekkuskóli stóð sig vel í gríðarlega harðri og jafnri keppni og hafnaði í sjöunda sæti með 35 stig. Holtaskóli í Reykjanesbæ sigraði með 60 stig, í öðru sæti varð Lindaskóli með 59 stig og Grunnskólinn á Ísafirði varð í þriðja sæti með 51 stig. Fulltrúar skólans í keppninni voru þau Stefán Trausti Njálsson, Kara Knutsen, Alda Ólína Arnarsdóttir og Oddur Viðar Malmquist.
Lesa meira

Val hjá 7.-9. bekk

Val hjá 7.-9. bekk fer fram vikuna 2.-9. maí en 9. maí er síðasti skiladagur. Hér má nálgast kynningarbæklinginn... Hér er eyðublaðið fyrir verðandi 8. bekk... Hér er eyðublað fyrir verðandi 9. og 10. bekk...
Lesa meira