13.01.2012
Upplýsinga- og samskiptatækni verður sífellt meira áberandi í umræðunni um skólamál. Hér í Brekkuskóla gerðum
við þarfagreiningu meðal kennara á þeim búnaði sem þeir óska eftir að geta nýtt í kennslu sem tekið var mið af við
búnaðakaup fyrir nemendur.
Lesa meira
09.01.2012
Myndir af textílverkefnum nemenda frá haustönn eru komnar inn í myndagalleríið okkar sem finna má hér á síðunni. Einnig eru nokkrar myndir frá þemadeginum 19.
desember þar sem nemendur m.a. unnu verkefni með pappírsbroti.
Lesa meira
05.01.2012
Nú í janúar 2012 fara allir skólar á Akureyri af stað með sameiginlegan matseðil. Slóðin á matseðlana má nálgast
hér.
Þar birtist 7 vikna matseðill, ásamt uppskriftum og sýnishorni af næringarútreikningi.
Handbók Lýðheilsustöðvar um skólamötuneyti má nálgast hér.
Lesa meira
13.12.2011
Desemberfréttabréf Brekkuskóla er komið út. Hægt er að nálgast það hér.
Lesa meira
08.12.2011
1. bekkur ásamt fleiri bekkjum heimsóttu Minjasafnið nú nýverið með kennurum sínum. Þar kennri margra grasa og gott ef ekki glittir í
Grýlu kerlingu á einni myndinni sem tekin var...eða hvað? Lítið við í myndasafninu
hér.
Lesa meira
08.12.2011
Mánudaginn 19. desember verður tilbreytingadagur í Brekkuskóla eins og fram kemur á skóladagatali. Þennan dag fylgja nemendur aldursblönduðum
hópi og fara á fjórar mismunandi "spila og leikjastöðvar" milli kl. 8 og 11:20.
Eftir það fara nemendur til umsjónarkennara í heimastofu. Þar verða þau þangað til kemur að mat og fara svo í Frístund eða heim
á eftir.
Opið er í Frístund þennan dag frá kl. 12:10
Lesa meira
01.12.2011
Söngur sal var í boði hér í Brekkuskóla á lýðveldisdaginn okkar Íslendinga hér í Brekkuskóla. Hér finna nokkrar myndir.
Líklega er erfitt fyrir íslensk börn að hugsa sér að við Íslendingar höfum einhvern tíma haft kóng í stað forseta.
Þó eru ekki nema tæp 60 ár síðan við yfirgáfum danska kóngsríkið sem við höfðum tilheyrt síðan á 14.
öld. Þetta gerðist árið 1944 þegar við stofnuðum lýðveldi hér á landi og kusum okkur forseta í fyrsta sinn. En þá
höfðum við verið „frjálst og fullvalda ríki“ í rúm 25 ár. Íslendingar fengu nefnilega að mestu leyti
sjálfstæði frá Dönum 1. desember árið 1918. Sjálfstæðisbarátta okkar hafði þá staðið síðan snemma
á 19. öld.
Lesa meira
15.11.2011
Frá 10. bekkingum:
Nú er komið að þvi að selja Brekkuskólapeysur fyrir árið 2012. Framan á peysunum verður "nafn viðkomandi nemanda" og aftan á peysunni
mun standa "Brekkuskóli". Peysurnar kosta á bilinu 5000 - 5500 kr.
Nú þegar hafa allir nemendur í 1. - 7. bekk fengið senda miða með sér heim þar sem kostur er gefinn á að panta peysu með undirskrift
foreldris/forráðamanns. Miðanum þarf að skila í síðasta lagi mánudaginn 21. nóvember. Á næstunni verður síðan
ákveðinn mátunardagur þar sem hægt er að máta sýnishorn af peysum og ákveða stærð og lit.
Kær kveðja
10. bekkur
Lesa meira
09.11.2011
Smellið á myndina hér fyrir neðan til að fara á hugmyndasíðu.
Lesa meira
03.11.2011
Fréttabréf Brekkuskóla er komið út. Fréttabréfið má nálgast hér. Eldri
Fréttabréf má nálgast hér.
Lesa meira