Fréttir

Síðasta fréttabréf vetrarins

Í þessu fréttabréfi er að finna margar myndir úr starfi nemenda, smellið hér til að skoða...
Lesa meira

Vorgrillsdagurinn og skólaslit

Dagskrá vorgrilldagsins og skólaslita er sem hér segir: 
Lesa meira

Viðurkenning skólanefndar fyrir framúrskarandi skólastarf

Samkvæmt skólastefnu Akureyrarbæjar skal árlega, veita þeim einstaklingum eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna og jafnvel gera enn betur. Viðurkenning er einnig staðfesting á að viðkomandi skóli/kennari/nemandi er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenning nær til.
Lesa meira

Lið Brekkuskóla stóð sig með miklum sóma!

Brekkuskóli stóð sig vel í gríðarlega harðri og jafnri keppni og hafnaði í sjöunda sæti með 35 stig. Holtaskóli í Reykjanesbæ sigraði með 60 stig, í öðru sæti varð Lindaskóli með 59 stig og Grunnskólinn á Ísafirði varð í þriðja sæti með 51 stig. Fulltrúar skólans í keppninni voru þau Stefán Trausti Njálsson, Kara Knutsen, Alda Ólína Arnarsdóttir og Oddur Viðar Malmquist.
Lesa meira

Val hjá 7.-9. bekk

Val hjá 7.-9. bekk fer fram vikuna 2.-9. maí en 9. maí er síðasti skiladagur. Hér má nálgast kynningarbæklinginn... Hér er eyðublaðið fyrir verðandi 8. bekk... Hér er eyðublað fyrir verðandi 9. og 10. bekk...
Lesa meira

ÍSLENSKU MENNTAVERÐLAUNIN

Verðlaun þessi eru sannkölluð þjóðarverðlaun því hver og einn getur sent inn sínar tilnefningar. Við höfum flest skoðanir á því hvað sé góður kennari, frábært námsefni ellegar góður skóli. Því viljum við hvetja alla til að senda inn tilnefningar um þá sem þeir telja að hafi gert góða hluti og eigi skilið að fá Íslensku menntaverðlaunin, og þannig vekja athygli á því sem vel er gert í íslenskum grunnskólum. Verðlaunaflokkar 1. Skólar sem sinnt hafa vel nýsköpun eða farsælu samhengi í fræðslustarfi. 2. Kennarar sem skilað hafa merku ævistarfi eða á annan hátt hafa skarað framúr. 3. Ungt fólk sem í upphafi kennsluferils hefur sýnt hæfileika og lagt alúð við starf sitt. 4. Höfundar námsefnis sem stuðlað hafa að nýjungum í skólastarfi. Nánari upplýsingar á www.forseti.is. Tilnefningar skal senda hvort sem er til skrifstofu forseta Íslands, Staðastað, Sóleyjargötu 1, 150 Reykjavík, eða á menntaverðlaun@forseti.is Síðasti skiladagur tilnefninga er þriðjudaginn 10. maí 2011.
Lesa meira

Á skólabókasafni

Það er margt hægt að gera á bókasafninu!
Lesa meira

Líffærafræðival - krufning

Í síðasta tíma voru brjóstholslíffæri krufin (hjarta og lungu). Nemendur unnu af miklum áhuga og urðu margs vísari! Myndir má sjá hér...
Lesa meira

7 AHG eflir hópandann

Í gær fór einn sjöundi bekkurinn í vinnu við að efla hópandann. Hver nemandi dró miða með nafni bekkjarfélaga. Um bekkjarfélagann þurfti sá sem dró að skrifa eina jákvæða setningu. Unnið var með nafnorð og lýsingarorð í tengslum við þessa vinnu. Afraksturinn kom nemendum skemmtilega á óvart og að lokum var farið í hugmyndavinnu um hvernig ætti að gera vinnuna sýnilega. Niðurstaðan varð stór hönd þar sem smærri hendur sýna textann.
Lesa meira

Frábær þemadagur

Í dag, föstudag, var þema frá klukkan 8:00 – 10:00 með yfirskriftinni samvinna og samskipti. Vinnan er hluti af Olweusarvinnu Brekkuskóla. Hóparnir voru aldursblandaðir og þrír bekkir í hverjum hóp. Mikil ánægja var með vinnuna hjá nemendum og starfsmönnum. Myndir af vinnunni má sjá hér... og undir myndir á grænu valstikunni.
Lesa meira