Fréttir

Nýjar myndir frá 1.bekk

Endilega skoðið skemmtilgar myndir af hörkuduglegum nemendum í 1. bekk. Myndirnar má finna undir flipanum "MYNDIR" hér að ofan :)
Lesa meira

Föstudagspóstur 1.bekkur

Heil og sæl kæru foreldrar! Dásamleg vika? Hvað haldið þið ? Jú! Rétt er það :) Liðin skólavika gekk afar ljúflega fyrir sig. Glimrandi vinna og sköpun alla daga hjá kannski óvenju hreinum og fínum börnum ;) Hér er mikið rætt um hreinlæti og handþvott en pumpan á handsprittinu hefur þó ekki enn kiknað undan álaginu :) Nánast allir hafa heimsótt skólahjúkrunarfræðinginn okkar í vikunni þar sem hún ræddi við þau um hreinlæti og kenndi þeim allt um handþvottinn góða.....
Lesa meira

Leikur í snjó

Nemendur nýta grimmt allan snjó sem fellur til þessa dagana. Hér má sjá hluta þeirra leikja sem þau taka sér fyrir hendur. Snjómoksturstæki bæjarins hafa hér hjálpað til. Myndirnar tók skólaliði í útigæslu. Þær má nálgast hér.
Lesa meira

Skákdagurinn er í dag

Skákdagurinn verður haldinn um allt land fimmtudaginn 26. janúar - á afmælisdegi fyrsta stórmeistara Íslendinga Friðriks Ólafssonar.   Á Skákdeginum verður teflt um allt Ísland, til sjávar og sveita. Taflfélög, skákklúbbar, grunnskólar, fyrirtæki, sundlaugar og fleiri sameinast um að það verði teflt sem víðast á Íslandi og sem flestir landsmenn á öllum aldri setjist að tafli. Stefán Kristjánsson nýjasti stórmeistari Íslendinga og Bragi Þorfinnsson landsliðsmaður munu tefla 100 skáka hraðskákeinvígi í Kringlunni. Hjörvar Steinn Grétarsson landsliðsmaður mun tefla við þjóðina gegnum netið. Skákdagurinn verður settur þegar alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson teflir fjöltefli ofan í Laugardalslaug. Allt um Skákdaginn Í Brekkuskóla er búið að draga fram öll töfl sem til eru og ætlum við að helga daginn skáklistinni með umræðum um íþróttina og með því að tefla.
Lesa meira

Skólaheimsókn 5, að verða 6 ára barna

Brekkuskóli fékk stóran hóp í heimsókn í dag frá leikskólanum Hólmasól sem er samstarfsleikskóli Brekkuskóla. Væntanlegir nemendur frá öðrum leikskólum komu einnig í heimsókn og voru gestirnir samtals um 40 talsins. Hópurinn fékk kynningu á skólahúsnæðinu og Frístund í þessari fyrstu heimsókn. Þökkum við þeim öllum kærlega fyrir komuna og hlökkum til að hitta þau aftur í marsmánuði. Nálgast má myndir frá heimsókninni hér.
Lesa meira

Annað tölvuver, myndavél og spjaldtölvur

Upplýsinga- og samskiptatækni verður sífellt meira áberandi í umræðunni um skólamál. Hér í Brekkuskóla gerðum við þarfagreiningu meðal kennara á þeim búnaði sem þeir óska eftir að geta nýtt í kennslu sem tekið var mið af við búnaðakaup fyrir nemendur.
Lesa meira

Nýjar myndir

Myndir af textílverkefnum nemenda frá haustönn eru komnar inn í myndagalleríið okkar sem finna má hér á síðunni. Einnig eru nokkrar myndir frá þemadeginum 19. desember þar sem nemendur m.a. unnu verkefni með pappírsbroti.
Lesa meira

Matseðlar sameiginlegir í öllum grunn- og leikskólum

Nú í janúar 2012 fara allir skólar á Akureyri af stað með sameiginlegan matseðil. Slóðin á matseðlana má nálgast hér.  Þar birtist 7 vikna matseðill, ásamt uppskriftum og sýnishorni af næringarútreikningi. Handbók Lýðheilsustöðvar um skólamötuneyti má nálgast hér.
Lesa meira

Fréttabréf

Desemberfréttabréf Brekkuskóla er komið út. Hægt er að nálgast það hér.
Lesa meira

1. bekkur á Minjasafninu

1. bekkur ásamt fleiri bekkjum heimsóttu Minjasafnið nú nýverið með kennurum sínum. Þar kennri margra grasa og gott ef ekki glittir í Grýlu kerlingu á einni myndinni sem tekin var...eða hvað? Lítið við í myndasafninu hér.
Lesa meira