Umgengnisreglur og skýr mörk

Brekkuskóli Akureyri
Brekkuskóli Akureyri
Í dag kom út endurskoðaður leiðarvísir um umgengnisreglur og skýr mörk í Brekkuskóla. Í vetur hafa kennarar og stjórnendur lesið saman reglurgerð Mennta- og menningarmálaráðuneytisins um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum og borið saman við þær umgengnisreglur og þau skýru mörk sem unnið er eftir í Brekkuskóla.
Í Brekkuskóla notum við agastjórnunarkerfið "Uppeldi til ábyrgðar". Í stefnunni er mælst til að ákveðin viðbrögð séu notuð þegar barnið fer yfir þau mörk sem skólinn setur. Viðbrögðin er ferli sem miðar að því að byggja barnið upp með því að leiðbeina því, fremur en að refsa.  Foreldrar geta nýtt sér þennan leiðarvísir í uppeldinu með því að heimfæra hann yfir á umgengni og mörk á heimilinu.