05.11.2012
Fréttabréf Brekkuskóla er nú komið út í aðeins breyttri mynd. Helsta breytingin felur í sér dagatal mánaðarins þar sem
fram kemur matseðill og helstu viðburði nóvembermánaðar. Fréttabréf skólans má nálgast hér.
Lesa meira
07.11.2012
Lokaæfingar (Generalprufur) verða deginum áður, miðvikudaginn 7. nóvember sem hér segir:
08:20 3. bekkur
08:40 2. bekkur
09:00 1. bekkur
09:20 7. - 8. bekkur
10:00 5. bekkur
10:30 10. bekkur
11:40 4. bekkur
12:30 9. bekkur
Foreldrar sem alls ekki sjá sér fært að mæta á árshátíðardaginn er velkomið að koma og horfa á lokaæfingur
þennan dag.
Sjáumst í skólanum!
Nemendur og starfsfólk Brekkuskóla
Lesa meira
01.11.2012
Í samráði við foreldrafélag skólans er skipulag foreldrastarfs í Brekkuskóla er með þeim hætti að mælst er til að hver
árgangur standi fyrir þremur uppákomum yfir veturinn. Foreldrar skiptu sér á haustdögum í þrjá hópa og hver hópur sér
um eina uppákomu fyrir allan árganginn. Viðmiðið er að fyrsta uppákoman sé í október/nóvember, næsta uppákoma sé
í janúar/febrúar og sú síðasta í mars/apríl. Í hverjum hópi er eru foreldrar eins barns ábyrgir fyrir að kalla
hópinn saman og eru þeir gulmerktir í skjalinu hér að neðan. Að öðru leyti bera foreldrar jafna ábyrgð á framkvæmd
atburðanna. Ef sá sem á að kalla hópinn saman gleymir sér bera hinir í hópnum ábyrgð á að minna hann á eða boða
til fundar.
Nú er fyrsta tímabil foreldrastarfs hálfnað. Nálgast má lista yfir foreldrahópana þrjá í hverjum árgangi hér.
Lesa meira
08.11.2012
Árshátíð Brekkuskóla verður fimmtudaginn 8. nóvember næstkomandi og verður hún með hefðbundnu sniði. Hér
nálgast þú DAGSKRÁ
Sýningar og ýmsar uppákomur verða víðs vegar um skólann. Hin vinsæla “ævintýraveröld” með hlutaveltu,
tívolíþrautum, draugahúsi, spákonu, andlitsmálun, bíó o.fl. verður á sínum stað. Að venju er það 6. bekkur
sem sér um ævintýraveröldina þar sem safna fyrir ferð að Reykjum á næsta skólaári.
Lesa meira
24.10.2012
Auglýsing frá 10. bekk
Hrekkjavökuball verður miðvikudaginn 24. október kl. 18:30-21:00 í Brekkuskóla fyrir 5. - 7. bekk. Dans, leikir og verðlaun fyrir flottasta
búninginn. Aðgangseyrir er 500 kr. Popp og Svali fylgja aðgangseyri.
10.bekkur
Lesa meira
23.10.2012
Auglýsing frá 10. bekk
Hrekkjavökuball verður þriðjudaginn 23. október kl. 16-18 í Brekkuskóla. Dans, leikir og verðlaun fyrir flottasta búninginn.
Aðgangseyrir er 500 kr. Popp og Svali fylgja aðgangseyri.
(Miði var sendur heim með nemendum sl. föstudag)
10.bekkur
Lesa meira
23.10.2012
Þeir nemendur í 8. - 10. bekk sem fá þátttöku í félagsstarfi eða sérskólanámi viðurkennda í stað
valgreinar (eru með "metið val" á stundaskrá), þurfa að skila inn staðfestingu þess efnis frá forráðamanni og fulltrúa
félags eða sérskóla.
Lesa meira
19.10.2012
Frá foreldrafélaginu.
Fundur verður haldinn um deiliskipulag á svæðinu við Brekkuskóla mánudaginn 22. okt. kl 20:00 í Brekkuskóla.
Fundarefni eru tillaga skipulagsdeildar og tillagan "börn og bílastæði" frá Arnari Má
Arngrímsyni og Pétri Halldórsyni sem sjá má í Akureyri vikublað. Semja texta til að senda inn sem athugunasemd við
það
deiliskipulag sem nú er í umsögn. En skila þarf umsögnum fyrir þann 24. okt. Við hvetjum alla
foreldra
sem þetta varðar og vilja hag barna sinna sem mestan til að mæta
http://www.akureyrivikublad.is/lesa/2.arg/40tbl_2argangur_Akureyri-vikublad.pdf http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Brekkuskoli_sept2012/Brekkusk_uppd.pdf
http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Brekkuskoli_sept2012/Brekkusk_greinarg.pdf
Kveðja
Jóhann Gunnarsson formaður foreldrafélags Brekkuskóla
Lesa meira
08.10.2012
Brekkuskóli tók þátt í verkefninu TækniFæri í boði Samtaka Upplýsingatæknifyrirtækja (SUT)
þar sem nemendur í 7. bekk tóku fyrstu skrefin í forritun með Skema. Skema þakkar starfsfólki og nemendum Brekkuskóla fyrir skemmtilegan og kraftmikinn dag þar sem starfsfólk,
fræðslustjóri og nemendur forrituðu saman :)
Ekkert smá gaman að sjá hvað Brekkuskóli á Akureyri er tilbúinn að taka á móti
tækninni.- Rakel Sölvadóttir
Fleiri myndir frá námskeiðinu hér
Viðtal við Rakel Sölvadóttur á mbl.is í dag 8. október
Lesa meira
08.10.2012
Fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála verður haldið 11. október í Félagsheimili KFUM og KFUK Sunnuhlíð 12
kl. 16.30 – 18.00.
Fyrirlesari er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og höfundur EKKI MEIR, EKKI MEIR sem er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir
starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn.
Allir velkomnir!
Kynningarbréf
Lesa meira