Gönguátakið - niðurstaða

7. EJ og 6. ÞG stóðu sig best! Hér sjáum við  7. EJ
7. EJ og 6. ÞG stóðu sig best! Hér sjáum við 7. EJ
Brekkuskóli tók þátt í verkefninu "Göngum í skólann" að venju, en þetta er í sjötta sinn sem verkefnið er haldið. Það voru 7. EJ og 6. ÞG sem stóðu sig best þetta skólaárið, en 6. ÞG vann einnig í fyrra. Þau fá að launum gullskóna góðu til varðveislu og deila bekkirnir með sér vörslunni. Þau fengu einnig sippuband, snú-snú band og bolta til afnota í frímínútum, en verðlaunin voru gefin af samstarfshópnum um Göngum í skólann. Nemendum og starfsfólki eru færðar kærar þakkir fyrir þátttökuna og góðan árangur. Öll erum við síðan hvött til að taka þátt í næsta átaksverkefni sem hefst 6. febrúar og nefnist "Lífshlaupið". Nánar um verkefnið á www.gongumiskolann.is Bekkur Gangandi/Hjólandi Akandi 2. bekkur 93% 7% 4. bekkur 92% 8% 5. bekkur 95% 5% 6. bekkur 98% 2% 7. bekkur 98% 2% 8. bekkur 89% 11% 10. bekkur 80% 20%  Meðalt. 92% 7,9%