Fréttir

Stóra upplestrarkeppnin 2012

Þann 7. mars síðastliðinn var Stóra upplestrarkeppnin haldin í húsakynnum MA. Fyrir hönd Brekkuskóla kepptu þau Gunnar Sigurðsson úr 7. KI og Sylvía Siv Gunnarsdóttir úr 7. GÞ og stóðu þau sig með stakri prýði.
Lesa meira

Ferð 4. bekkjar að Kiðagili

Þann 8.-10. febrúar síðastliðin dvaldi 4. bekkur  í Brekkuskóla í skólabúðum á Kiðagili í Bárðardal. Farið var í rútu frá Brekkuskóla klukkan 8:30 og ekið sem leið lá að Kiðagili í Bárðadal.
Lesa meira

Frá Foreldrafélaginu - Vinir Brekkuskóla

Stjórn foreldrafélags Brekkuskóla fær árleg framlög frá foreldrum nemenda í skólanum en í ár hafa greiðslur borist frá helmingi heimila. Foreldrar og nemendur geta leitað til foreldrafélagsins í ýmsum tilgangi t.d. þegar þörf er fyrir styrki til bekkjarferða  út fyrir bæinn, ferðir á leiksýningar, spilakaup o.fl. sem nýtist nemendum.  Einnig hefur foreldrafélagið gefið skólanum gjafir í gegnum tíðina. Stjórn foreldrafélagsins vill hvetja foreldra til að leggja sitt á vogarskálarnar og greiða árgjaldið þannig að fleiri fjölskyldur komi að því að safna í foreldrafélagssjóðinn.  Vinir Brekkuskóla í heimabankanum er reikningur frá foreldrafélagi Brekkuskóla.  Góðar kveðjur, Stjórn foreldrafélags Brekkuskóla
Lesa meira

Góðverkadagar 2012

Myndir frá Góðverkadögum eru komnar inn á vefinn og má nálgast hér. Ýmis góðverk hafa verið í innt af hendi bæði heimafyrir í skólanum. Kennarar og nokkrir nemendur 10. bekkja leystu starfsfólk í blönduðum störfum af á meðan þau fóru á fund. Gæsluðu þau ganga og skólalóð. 6. bekkingar heimsóttu 1. - 3. bekk og sýndu þeim töfrabrögð og buðu upp á andlitsmálun. Skemmtileg stemning það.
Lesa meira

Nýjar myndir úr handmennt

Nýjar myndir af verkefnum eftir nemendur í 5., 6. og 7. bekk eru komnar inn á vefinn okkar. Lítið endilega við.
Lesa meira

Myndir frá árshátíðinni

Nýjar myndir frá árshátíðinni eru komnar inn hér á vefinn. Lítið við.
Lesa meira

Í vikulokin hjá 3. bekk

Í þriðja bekk hefjum við alla morgna á lestrarstund. Öll börnin eru með bók í skúffunni sinni sem þau lesa í fyrstu 20 mínúturnar.  Þegar þau ljúka við bók læðast þau hljóðlega upp á bókasafn og ná sér í nýtt lesefni. Þau fylgjast vel með hvað hinir eru að lesa og oft vaknar áhugi á skemmtilegri bók sem sessunauturinn er að lesa og bókmenntaumræða skapast í kjölfarið.
Lesa meira

Kynning á samverustund í 2. bekk

Allir morgnar í öðrum bekk byrja með samverustund. Börnin 41 að tölu setjast á gólfið á sinn, ákveðna stað, ásamt kennurunum sínum. Í samverustund ræðum við um hvað er að gerast hverju sinni, förum yfir daginn, leggjum inn námsefni, ræðum atriði úr Uppbyggingarstefnunni, lærum ljóð og þulur og leysum lífsgátuna. Við syngjum mikið og ljúkum samverustund svo með nokkurra mínútna íhugun. Þar með eru allir tilbúnir til að takast á við verkefni dagsins.
Lesa meira

Snillinganámskeið fjölskyldudeildar

Snillinganámskeið er þjálfun í samskiptum, tilfinningastjórn og athygli barna með ADHD Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar býður börnum með ADHD að taka þátt í námskeiði til að efla færni á ýmsum sviðum. Námskeiðið er fyrir börn fædd árið 2002 og 2003 og eru 6 börn í hverjum hóp. Áhersla er lögð á að auka færni barna í félagslegum samskiptum, skapstillingu, sjálfsstjórn og að bæta athyglisgetu þeirra. Hópurinn hittist tvisvar í viku 2 tíma í senn, í 5 vikur (10 skipti alls) með tveimur þjálfurum.
Lesa meira

Nýtt

Hér á vefsíðunni erum við að byrja á þeirri nýjung að árgangar og faggreinar sjái um að setja föstudagspósta sína á vefsíðu skólans. Eins er markmið starfsfólks að vera duglegri að setja inn myndir frá skólastarfinu. Eins og sést hér að neðan hefur 1. bekkur þegar sett inn sinn fyrsta póst sem um leið er n.k. "frétt vikunnar" úr skólastarfinu. Vonum við að þessi nýbreytni fái góðar viðtökur, efli enn frekar gagnsæi skólastarfsins og geri vefinn okkar enn meira lifandi.
Lesa meira