Foreldramappa hefur nú verið afhent öllum foreldrahópum innan skólans. Foreldrum hefur einnig verið skipt upp í þrjú starfstímabil
innan hvers árgangs. Listi yfir hópana er nú í vinnslu og verður brátt hægt að nálgast þá hér á síðunni.
Þeir sem halda á "keflinu" fá möppuna í hendur og leiða vinnuna innan hvers árgangs. Það er von stjórnenda skólans og
stjórnar foreldrafélagsins að þetta fyrirkomulag styðji við foreldrasamstarfið innan árganga.
Hópeflileikir meðal nemenda eru komnir á fullt skrið og bekkjarfundir að komast í reglulegan farveg. Á næstunni verða
síðan
foreldra"námskeið" í 1., 5. og 8. bekk þar sem foreldrar og nemendur koma saman í fræðslu og hópefli. Mæting er í
tvö skipti.
Fyrra skiptið mæta foreldrar með nemanda. Foreldrar fara á sal til að hlusta á fræðsluerindi og fara síðan í hópavinnu. Nemendur
fara í hópefli. Að því loknu hittast nemendur og foreldrar og fara saman í hópefli. Að þessu loknu verður boðið upp á
súpu og brauð.
Síðara skiptið hittast foreldar án nemenda í umsjónarstofu. Haldið verður áfram með hópefli og síðan verður haldinn
bekkjarfundur þar sem foreldrar fá tækifæri til að kynna börnin sín.
ÖLL BÖRN ÞURFA AÐ HAFA FULLTRÚA Á ÞESSUM TVEIMUR FUNDUM. EF FORELDRAR GETA EKKI MÆTT ÞURFA ÞEIR AÐ SENDA FULLTRÚA Í SINN
STAÐ.