07.03.2013
Meðal efnis í fréttabréfi marsmánaðar er Stóra upplestrarkeppnin, frásögn af heimsókn erlendra gesta, matseðill mánaðarins
og skólaljósmyndataka, en myndirnar eru nú tilbúnar á vef ljósmyndarans til pöntunar.
Fréttabréf marsmánaðar
Lesa meira
07.03.2013
Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekkjum grunnskólanna á Akureyri fór fram í Menntaskólunum á Akureyri (MA) þann 6. mars 2013.
Aðallesarar Brekkuskóla voru þær Helga María Guðmundsdóttir 7. EJ og Sólrún Svava Kjartansdóttir 7. HS.
Það er skemmst frá því að segja að Helga María var valin af dómnefnd í 1. sæti keppninnar. Keppendur allir stóðu
sig með stakri prýði og eins og Karl Frímannsson fræðslustjóri orðaði það "Þið eruð öll sigurvegarar, þið
stóðuð ykkur svo vel"
Ingibjörg Einarsdóttir sagði í ávarpi sínu að undirbúningur þessarar keppni skipti miklu máli. Hún sagðist vita að
þar liggi mikil vinna að baki og þakkaði þeim fjölmörgu nemendum, starfsfólki skólanna og foreldrum fyrir samstarfið og
þátttökuna við undirbúning keppninnar.
Í upphafi og í hléi spiluðu nemendur úr 7. bekk sem stunda nám í Tónlistarskóla Akureyrar. Í þeirra hópi voru fimm
fulltrúar frá Brekkuskóla sem við erum afskaplega stolt af. Þar af voru báðir fulltrúar skólans í upplestrarkeppninni. Auk þeirra
voru það Arndís Atladóttir á píanó, Heba Karitas Ásgrímsdóttir fiðlu og Edda Kristín Bergþórsdóttir
fiðla.
Stjórnendur og starfsfólk Brekkuskóla óskar Helgu Maríu og 7. bekk til hamingju með árangurinn!
Nánar um keppnina á landsvísu hér og myndir frá lokahátíðinni á Akureyri hér
Lesa meira
04.03.2013
Skólahaldi er alla jafna ekki aflýst nema í verstu veðrum og þá gjarnan í
öllum skólum bæjarins. Slíkt er ávallt auglýst í útvarpi. Skelli á vont veður meðan börnin eru í skólanum eru
foreldrar beðnir um að sjá til þess að þau verði sótt eins fljótt og auðið er eftir að skóla lýkur.
Lesa meira
28.02.2013
Í síðustu viku fór fram undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina í 7. bekk en lokakeppni skólanna á Akureyri fer fram þann 6.
maí í Hólum í Menntaskólanum á Akureyri.
Aðallesarar Brekkuskóla verða:
Helga María Guðmundsdóttir 7. EJ og Sólrún Svava Kjartansdóttir 7. HS
Varamenn þeirra eru:
Arnór Gjúki Jónsson 7. HS og Ólafur Stefán Oddsson Cricco 7. HS
Til hamingju öll með frábæran árangur!
Hér má finna nokkrar myndir frá keppninni
Lesa meira
26.02.2013
Hér er boðað til kynningarfundar um framhaldsnám í Menntaskólanum á Akureyri og Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Fundurinn verður á sal Brekkuskóla föstudaginn 1. mars kl. 8:00 -9:30 u.þ.b.
Þar munu náms- og starfsráðgjafar skólanna tveggja kynna nám og starf í sínum skólum og svara fyrirspurnum foreldra en eins og þið
hafið væntanlega orðið vör við þá hafa nemendur nú farið í heimsókn í báða skólana á vegum
Brekkuskóla.
Lesa meira
25.02.2013
Þessa dagana erum við með fjölþjóðaverkefni í gangi sem Brekkuskóli tekur þátt í ásamt 6 öðrum skólum
í jafn mörgum löndum í Evrópu. Verkefnið heitir „Working together“ og er styrkt af Comeniussjóði Evrópusambandsins.
Núna eru í heimsókn 18 kennarar frá öllum löndunum og verða þeir fram á miðvikudag.
Lesa meira
22.02.2013
Við fengum heimsókn frá Þjónustu og þekkingarmiðstöð fyrir blinda. Nemendur í 4. bekk fengu fræðslu sem snýr að því hvernig það er að vera blindur eða sjónskertur. Þau fengu
einnig fræðslu í því hvernig við umgöngumst blinda einstaklinga og hvernig við getum best aðstoðað þá. Þar að auki
fengu nemendur að prófa ýmis hjálpartæki og setja upp mismunandi gleraugu sem sýna vel hvernig sjónskertir einstaklingar sjá. Þau fengu
að vita að birta og stækkun er það sem skiptir blinda og sjónskerta mestu máli. Í 4. bekk er nýr nemandi sem er
lögblindur. Hann heitir Bjarmi og er mjög duglegur drengur. Hér má nálgast myndir frá
fræðslunni og myndskeið þar sem einn hópurinn prófar blindrastaf með aðstoðarmanni.
Lesa meira
22.02.2013
Hundrað daga hátíð 1. bekkjar fór fram nú nýverið þar sem nemendur í 1. bekk fögnuðu að fyrstu 100 skóladögunum er
lokið. Frá því börnin hófu skólagönguna hafa þau talið hvern dag, sett þá í tugi og nú voru tugirnir orðnir 10
sinnum 10! Þá var mál til komið að fagna! Hér má finna nokkrar myndir frá
hátíðarhöldunum þar sem þau töldu 10 stykka af hverju sem í boði var og settu í kramarhús.
Lesa meira
18.02.2013
9. bekkingar hafa undanfarið verið að vinna hópverkefni í stærðfræði. Þau byrjuðu á því að gera könnun annað
hvort innan eða utan veggja skólans. Þau vinna myndrænt úr niðurstöðunum og setja á veggspjöld. Kennari þeirra í
stærðfræði er Sævar Árnason. Fleiri myndir má nálgast hér.
Lesa meira
01.02.2013
Fréttabréf febrúarmánaðar er komið út. Meðal efnis er stutt umfjöllun um vel heppnað skólaþing, matseðill febrúar er
á sínum stað, Nordplus heimsókn kynnt til sögunnar ofl. Hér má nálgast
fréttabréfið.
Lesa meira