Fréttir

Tónlist.is

Á vefnum http://www.tonlist.is/Audiobook er að finna úrval hljóðbóka sem bæði nemendur, foreldrar og starfsmenn geta nýtt sér. Hljóðbækur eru mjög góðar fyrir önnum kafna, lesblinda og þá sem hafa verið áhugalitlir um lestur. Fram að þessu hefur verið mjög erfitt að nálgast hljóðbækur með nýju efni og gömlu, fyrir "fólk án greiningar"en nú er öldin önnur!
Lesa meira

Mat á miðri önn

Á unglingastigi fer nú fram mat á miðri önn. Matið fer fram í Mentor undir "leiðsagnarmat". Aðstandendur nemenda hafa þegar fengið senda ítrekun um að skrá með nemendum mat í hverri námsgrein fyrir föstudaginn 4. nóvember. Nánari leiðbeiningar er að finna í Fréttabréfi Brekkuskóla fyrr á þessu ári sem nálgast má hér. Leiðsagnarmat á yngsta og miðstigi fer fram síðar í þessum mánuði og verður aðstandendum gert viðvart þegar það hefur verið opnað.
Lesa meira

Washingtonferð starfsfólks

Nýafstaðið vetrarfrí og starfsdagar í Brekkuskóla voru nýttir af stórum hópi starfsfólks úr Brekkuskóla til að sækja námskeið í Bandaríkjunum í Uppbyggingarstefnunni sem er agastjórnunarstefna skólans.
Lesa meira

Brunaæfing

Í dag var brunaæfing í skólanum. Æfingin gekk mjög vel. Nemendur og starfsmenn fóru út samkvæmt rýmingaráætlun skólans. Nú setjast stjórnendur og umsjónarmaður skólahúsnæðis niður og fara yfir hvað má gera enn betur. Til dæmis kom í ljós að nokkur hjól nemenda voru fyrir aðalandyri hússins sem er ein rýmingarleiðin, en tilfinnanlega vantar hjólagrindur við aðaldyr (vesturdyr) skólans.
Lesa meira

Félagsmiðstöð

Félagsmiðstöðin Trója, sem staðsett er í Rósenborg (gamla Barnaskólanum) þjónar Brekkuskóla, Lundarskóla, Naustaskóla og Oddeyrarskóla.  
Lesa meira

Snillinganámskeið

Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar býður börnum með ADHD að taka þátt í námskeiði til að efla færni á ýmsum sviðum. Námskeiðið er fyrir börn fædd árið 2002 og 2003 og eru 6 börn í hverjum hóp. Áhersla er lögð á að auka færni barna í félagslegum samskiptum, skapstillingu, sjálfsstjórn og að bæta athyglisgetu þeirra. Hópurinn hittist tvisvar í viku 2 tíma í senn, í 5 vikur (10 skipti alls) með tveimur þjálfurum. Eftirfarandi þættir eru teknir fyrir með börnunum í litlum hópum:
Lesa meira

Nýjar myndir

Nýjar myndir er finna á myndasíðunni okkar hér fyrir ofan. Þar er m.a. að finna myndir af 1. árgangi sem hóf grunnskólagöngu sína nú í haust. Það er greinilegt að þau hafa nóg við að vera og takast á við fjölbreytt verkefni. Sjá myndir hér.
Lesa meira

Hegðun eftir litum

Í Brekkuskóla tölum við gjarnan um hegðun eftir litum. Þannig náum við að hjálpa nemendur að útskýra og skilja æskilega og óæskilega hegðun. Hegðun eftir litum er unnin upp úr agastjórnunarstefnu skólans en einnig úr Cat kassanum, Olweusaráætlun gegn einelti og Uppbyggingarstefnunni. Lýsing á hverjum lit fyrir sig má nálgast hér. 
Lesa meira

Fyrsti snjórinn!

Í dag gleðjast margir nemendur yfir nýföllnum, fyrsta snjó vetrarins. Þá er rétt að minna á hvernig við bregðumst við snjókasti á skólalóðinni, en margir nemendur leika sér við það að kasta snjóboltum. Snjókast á skólalóð er leyft við körfuboltaspjöldin norðan megin við skólann, á pallinum þar og á malbikaða vellinum. Snjókast er alls ekki leyfilegt á öðrum svæðum. Aldrei má kasta snjóboltum í átt að skólanum þar sem gluggar eru. Af gefnu tilefni er einnig rétt að minna nemendur og foreldra á að huga vel að öllum öryggisútbúnaði í umferðinni s.s. ljósum og endurskini. Sjá nánar á vef Umferðastofu.
Lesa meira

Forvarnardagurinn 5. okt.

Forvarnardagurinn 5. október 2011 Unglingar sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna Ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf falla mun síður fyrir fíkniefnum Því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau verði fíkniefnum að bráð Byggir á niðurstöðum íslenskra vísindamanna sem hafa um árabil rannsakað áhættuhegðun ungmenna og hafa vakið alþjóðlega eftirtekt Forvarnardagur 2011 verður haldinn miðvikudaginn 5. október næstkomandi. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Kynningarmyndskeið  
Lesa meira