Skólaskákmót

Andri Freyr sigurvegari
Andri Freyr sigurvegari
Skólaskákmót Brekkuskóla var háð 20. mars. Keppendur voru fáir, en þeim mun drengilegar barist. Að líkum hafði Andri Freyr Björgvinsson nokkra yfirburði á mótinu, nýkominn af Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu þar sem hann náði frábærum árangri. Andri, sem er í 9. bekk,  vann allar skákir sínar, 5 að tölu. Næstur kom Magnús Mar Võljaots, 9. bekk með 4 vinninga, Oliver Ísak Ólason 3. bekk fékk 3, Stefán Máni Ólafsson 8 bekk 2, Ægir Jónas Jensson 9. bekk 1 vinning og Þorgeir Sólveigar Gunnarsson 3 bekk O.

Þeir Andri Freyr og Magnús unnu sér með þessum árangri rétt til þátttöku í eldri flokki á skólaskákmóti Akureyrar sem háð verður þann 21. apríl nk.  Sem sigurvegari í yngri flokki (1-7. bekk) vinnur Oliver sér einnig rétt til þátttöku á mótinu, sem og Þorgeir Sólveigar Gunnarsson. Allir hafa þessir strákar næmt auga fyrir skák, en þurfa sumir að komast í betri æfingu.