Halldór Gunnar Pálsson, Önfirðingur og kórstjóri Fjallabræðra er um þessar mundir að vinna að stóru verkefni sem „vonandi mun
bera mig hringinn í kringum landið,“ eins og hann hefur orðað sjálfur.
Halldór Gunnar hefur að undanförnu verið að vinna lag fyrir Fjallabræður sem hefur hlotið nafnið Ísland. Lagið er stórt og mikið og eru
margir sem koma aðflutningi þess, þ.á.m Fjallabræður, hljómsveit Fjallabræðra, Unnur Birna Björnsdóttir og lúðrasveit
Vestmannaeyja. Halldór Gunnar samdi lagið en textann samdi Jökull Jörgensen. Einsöng í laginu syngur Unnur Birna Björnsdóttir sem einnig kom að
því að semja lagið. „Eftir að lagið fór að taka á sig mynd kviknaði sú brjálaða hugmynd að leggja af stað í
það verkefni að ná að fanga „Rödd Þjóðarinnar“ inn á lokakafla lagsins.Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef
eru 10% þjóðarinnar skilgreiningin á rödd þjóðarinnar og hana ætla ég aðfanga,“ segir Halldór Gunnar.
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu verkefnisins.
Hér má nálgast myndir frá upptökunni