Smíðar hjá 3.-7. bekk 2011-2012

Jæja þá er komið að því að sýna hvað þessir frábæru krakkar hafa verið að gera í smíðum. Þau hafa sýnt mikinn áhuga og dugnað. Krakkarnir hafa verið að læra allskonar hluti. Eins og t.d. að vinna koparfólíu, búa til pússl, húsdýrin okkar voru gerð í timbur, sagað var út í málma, laufabrauðspressur gerðar o.s.frv. Ég er búin að setja inn allskonar myndir bæði að hlutum sem þau hafa gert og einnig að þeim í vinnu. Þetta er undir flipanum nemendasýningar - smíðar. Þetta eru frábærir krakkar sem þið eigið. Kærar kveðjur, Sunna  Guðmundsdóttir