5 að verða 6

Úr heimsókn í handmenntatíma
Úr heimsókn í handmenntatíma
Í vikunni fengum við heimsókn frá leikskólanemendum af Hólmasól. Mörg þeirra hefja grunnskólagöngu sína í haust hjá okkur. Þau fengu kynningu á húsnæði og aðbúnaði í skólanum, kynntu sér Frístund og fengu ávaxtabita áður en þau lögðu af stað aftur að Hólmasól. Það var ekki annað að sjá en hópurinn hafi kunnað vel við sig. Þau fengu sáu kennslu í listgreinum (myndmennt, handmennt, heimilisfræði, leiklist), kíktu inn til 1. bekkinga, fóru í mötuneytið og á bókasafnið. Svo fengu þau að sjá hvernig við fjölföldum verkefni handa nemendum. Sjá myndir. Næst koma þau og verða í kennslustund með 1. bekkingum og fara með þeim í mat. Þriðja heimsóknin verður síðan í íþróttatíma.