Sigurglaðir í 6. ÁÁ
Í Brekkuskóla fór fram sérstök skráning á því hve margir nemendur komu gangandi/hjólandi o.s.frv. í skólann vikuna 9.
- 13. september. Það var gert til að leggja sérstaka áherslu á mikilvægi hreyfingar og örugga umferð við skólann. Sá bekkur sem
hlutfallslega kom oftast gangandi/hjólandi o.s.frv. í skólann fékk gullskóna sem viðurkenningu. Í fyrra skiptu tveir bekkir með sér
viðurkenningunni og fengu sippubönd, bolta og snú snú bönd að launum. Í ár varð einn bekkur, 6. ÁÁ, hlutskarpastur þar sem
nemendur mættu 100% gangandi, hjólandi eða á hjólaleiktæki í skólann. Langflestir koma gangandi í skólann eða að
meðaltali um 88% nemenda. Verkefnið er unnið í tengslum við átakið "Göngum í skólann" www.gongumiskolann.is sjá einnig frétt frá okkur á þeirri
vefsíðu.
Umsjón með keppninni höfðu íþróttakennarar skólans í samráði við skólastjórnendur.