Fréttir

Fréttabréf - mars

Nýtt fréttabréf marsmánaðar er komið út. Þar má finna umfjöllun um gildi mánaðarins "Jafnrétti", umfjöllun um 100 daga hátíð, stöðuna í Nordplusverkefninu og svo er viðburðadagatalið á sínum stað. Framundan er kærkomið vetrarfrí 6. - 10. mars. Starfsdagur er 10. mars. Nemendur mæta aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 11. mars. Fréttablað mars mánaðar má nálgast hér.
Lesa meira

4. bekkur að Kiðagili

Dagana 26. - 28. febrúar er 4. bekkur í skólabúðum að Kiðagili. Þar er lögð áhersla á skapandi starf og frumkvæði. Markmið búðanna er að nám, uppgötvun og leikur geti farið saman. Sjá nánar Áætluð heimferð er föstudag kl. 12:30.
Lesa meira

Drekameistari af 2. gráðu

Enn einn nýr drekameistari í Brekkuskóla. Hér er það Katrín Rós Björnsdóttir 4. FRF sem lauk drekagráðu I nú nýverið. Til hamingju Katrín Rós. Myndir af drekameisturum sem hafa náð gráðum að undanförnu má finna hér.
Lesa meira

Drekameistari af 1. gráðu

Enn fjölgar drekameisturum í Brekkuskóla. Hér er það Lara Mist Jóhannsdóttir 3. SAB sem lauk drekagráðu I nú nýverið. Til hamingju Lara Mist. Myndir af drekameisturum sem hafa náð gráðum að undanförnu má finna hér.
Lesa meira

Alþjóðadagur móðurmálsins

Leikur og fróðleikur. Í tilefni af alþjóðadegi móðurmálsins verður efnt til nokkurra viðburða dagana 21.–28. febrúar nk. í því skyni að minna á réttinn til móðurmálsins og vekja leika og lærða til vitundar um mikilvægi móðurmáls fyrir einstaklinga og menningu þjóða. Að dagskránni standa Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Unesco-nefndin á Íslandi í samvinnu við fjölmörg samtök, stofnanir og aðra sem láta sig málið varða.
Lesa meira

Hundrað daga hátíð

Það er orðinn árviss viðburður í skólanum þegar 1. bekkur heldur sína 100 daga hátíð. Hún er haldin þegar nemendur 1. bekkjar hafa verið 100 daga í grunnskóla. Þau safna dögum alveg frá skólabyrjun. Í leiðinni er nemendum kennt að setja einingar saman í tugi. Þegar þau hafa safnað 10 tugum þá kemur í ljós að það er það sama og 100 dagar. Þennan dag mæta nemendur og kennarar prúðbúnir og telja saman 10 sinnum 10 einingar af góðgæti í kramarhús þar til þau eru komin með 100 mola í kramarhúsið. Nemendur syngja og horfa saman á mynd. Að lokum ganga þau svo fylktu liði um skólann og syngja. Hátíðin setur skemmtilega svip á skólastarfið þennan dag. Myndir frá hátíðinni Myndskeið frá söngstund hátíðarinnar
Lesa meira

Öskudagur - vetrarfrí

Vetrarfrí hefst á öskudaginn, miðvikudaginn 5. mars. Mánudaginn 10. mars er starfsdagur og þá er frístund opin frá kl. 08:00. Skóli hefst að nýju eftir vetrarleyfi þriðjudaginn 11. mars samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira

Pizzugerð hjá 5.bekk í dag með kokkinum Júlíusi

Nemendur í 5. bekk aðstoðuðu Júlíus kokk í dag við pizzugerð.
Lesa meira

UST í skólastarfi

Brekkuskóli vekur athygli vegna forritunarkennslu og þróunarverkefna í upplýsinga- og tölvutækni. Hér er viðtal á N4 við Helenu kennara og Arnór Gjúka nemanda og aðstoðarkennara í forritun. Þau kenna saman tölvuleikjaforritun í Símey. Brekkuskóli er í þróunarstarfi um UST í skólastarfi. Einn liður í því er Nordplusverkefni sem er samstarfsverkefni Brekkuskóla og annarra skóla í Noregi og Lettlandi. Verkefnið tekur til þriggja ára og er nú þegar komið vel af stað. Í Nordplus verkefninu er lögð áhersla á nám og kennslu með UST þar sem kennarar og nemendur læra saman og læra hvert af öðru.Hér er sameiginleg vefsíða skólanna um verkefnið. Arnór Gjúki er aðstoðarmaður kennara í valgrein í Brekkuskóla sem heitir Forritun sem Sigríður Margrét kennir. Þróunarverkefni um rafrænt nám og kennslu í Brekkuskóla er nánar líst á UT torgi menntamiðju. Margrét Þóra og Helena lærðu á thinglink hjá nemendum í Lettlandi þegar þær fóru þangað. Hér er eitt verkefni frá Margréti Þóru sem hún lærði að gera þar.
Lesa meira

Skólapeysur

Hin árlega sala á Brekkuskólapeysunum vinsælu fer fram á viðtalsdögunum 10. og 11. febrúar Í boði verður tvílituð hettuspeysa líkt og á síðasta skólaári, margir litir í boði. Mátun og pöntun verður í matsal Brekkuskóla klukkan 08-16 báða dagana. Verð er 6000 kr. peysan Ath. að greiða verður við pöntun, ekki er posi á staðnum. (innifalið í verði er nafn barns og skóla þrykkt á peysu kjósi nemendur það) Bestu kveðjur 10. bekkingar
Lesa meira