Margrét Þóra og Helena
Nordplus verkefnið "Using technologies for stundents development" gengur vel. Verkefnið er samstarfsverkefni þriggja skóla frá Íslandi, Noregi og
Lettlandi.
Nú hafa nemendur sent inn til verkefnisstjóra landanna umsókn um nemendaskipti. Margrét Þóra og Helena eru þessa dagana staddar í Hjemeland
í Noregi þar sem þær læra á nýja tækni og skiptast á hugmyndum. Á vefsíðu verkefnisins má finna
kynningar/umsóknir frá nemendum í Lettlandi en umsóknir nemenda Brekkuskóla verða metnar af verkefnisstjórum Noregs og Lettlands.
Á myndinni eru þær stöllur á Preikestolen.
Vefsíða verkefnisins.