Fréttir

Leikfangabasar Unicef

Ungmennaráð Unicef á Íslandi og SAMTAKA á Akureyri ætla að standa fyrir leikfangabasar fyrir börn á Glerártorgi, laugardaginn 22. mars frá kl. 13-17. Við verðum í bilinu þar sem Ice in a bucket var. Markmiðið með basarnum er að fá börn til að nýta leikföngin sín betur, læra um umhverfisvæn sjónarmið og sjálfbærni á sama tíma og þau fá fræðslu um Barnasáttmálann og réttindi sín. 
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin

Í dag fór fram Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk í Brekkuskóla. Keppnin fór fram á sal skólans. Keppnin skiptist í þrjár umferðir líkt og í aðalkeppninni. Dómnefnd var skipuð sem hér segir: Auður Eyþórsdóttir grunnskólakennari, Steinunn Harpa náms- og starfsráðgjafi og Sigríður Margrét Hlöðversdóttir skólasafnkennari. Þeir sem keppa fyrir hönd Brekkuskóla eru eftirtaldir nemendur: Egill Bjarni Gíslason og Hafsteinn Davíðsson. Þeirra varamenn eru: Sandra Dögg Kristjánsdóttir og Egill Andrason. Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fer fram í Menntaskólanum á Akureyri miðvikudaginn 2. apríl. Nánar auglýst síðar.
Lesa meira

Nýr skóli - sama barn

Verðandi nemendur 1. bekkjar á komandi hausti 2014 komu í heimsókn. Við eigum síðan von á öðrum hópi í næstu viku. Nemendur fengu tækifæri á að fara í frímínútur, vera í kennslustund og borða í matsal skólans. Hér má finna myndir frá heimsókninni.
Lesa meira

Smíði og saumar

Í smíðum og saumum skapa nemendaur verur og vistarverur, húsbúnað og sængur. Skoðið endilega myndir af munum sem nemendur hafa búið til. Það vantar ekki hugmyndaflugið í Brekkuskóla.
Lesa meira

Byrjendalæsi í 1. bekk

Myndir frá byrjendalæsisvinnu í 1. bekk. Í Brekkuskóla hefur sú stefna verið tekin að kenna lestur sem byggð er á kennsluaðferðinni Byrjendalæsi á yngsta stigi skólans. Byrjendalæsi er einnig góður grunnur að kennsluaðferðinni Orð af orði sem kennd er í beinu framhaldi afByrjendalæsi á yngsta- og miðstigi. Nánari upplýsingar um byrjendalæsi.
Lesa meira

Mottumars

Föstudaginn 14. mars hvetur Krabbameinsfélagið alla landsmenn, konur og karla, til að halda upp á Mottudaginn. Brekkuskóli ætlar að taka virkan þátt. Á Mottudeginum látum við ímyndunaraflið ráða för og skörtum öllum mögulegum karlmennskutáknum og hvetjum landsmenn alla til að gera slíkt hið sama. Leyfum karlmennskunni að njóta sín þennan dag og hvetjum vini, vandamenn og vinnufélaga til að taka þátt í átakinu. Allir geta verið með mottu s.s. gervimottur, nælur, armbönd, hálsbindi o.fl.  Við hvetjum ykkur til að deila með okkur myndum með því að merkja þær #mottumars.  Berum út boðskapinn og búum til hraustlega stemmingu á morgun. Myndskeið Gleðilegan Mottudag!
Lesa meira

Brekkuskóli í 4. sæti

Lið Brekkuskóli hafnaði í 4. sæti í Skólahreysti. Við þökkum þátttakendum fyrir góða frammistöðu og áhorfendum fyrir virkan og hvetjandi framkomu. Áfram Brekkuskóli!
Lesa meira

Áhersla á jafnrétti í mars

Í Brekkuskóla leggjum við áherslu á gildið "Jafnrétti". Við ræðum hvernig við getum unnið með gildið í námshópunum í skólastarfinu. Stuðningsefni: Jafnrétti - ritröð um grunnþætti menntunar. Í skólanum er sérstök jafnréttisnefnd sem sér um að framfylgja jafnréttisáætlun skólans. Í skólastarfinu ræðum við hvað felst í hugtakinu jafnrétti og hvernig helst reynir á það í daglegu skólastarfi og lífi.
Lesa meira

Komdu og skoðaðu

4. bekkur er að læra um valda þætti í sögu mannkyns allt frá upphafi sögunnar til okkar daga. Eitt af verkefnunum er að byggja merkar byggingar úr sögunni með kaplakubbum. Þetta eru byggingar eins og kínamúrinn, pýramídarnir í Egyptalandi, skakki turninn í Pisa, kastalar í Evrópu o.fl. Myndir frá verkefninu. Kennari er Arna Heiðmar Guðmundsdóttir
Lesa meira

Skólahreysti

Skólahreysti fer fram í dag í Íþróttahöllinni. Keppnin hefst keppnin kl. 13:00 og áætluð lok hennar eru kl. 15:20. Keppendur Brekkuskóla eru Sigþór (hraðabraut), Berglind (hraðabraut), Kolfinna (armbeygjur og hanga), Gauti (upphýfingar og dýfur). Varamenn eru Þorbergur og Rún. Litur Brekkuskóla er DÖKKBLEIKUR. Nánari upplýsingar um keppnina má finna á vefsíðu Skólahreysti.
Lesa meira