Fréttir

Frjálsar íþróttir

Nemendum verður boðið að kynna sér frjálsar íþróttir vikuna 20. - 23. maí í Boganum á íþróttasvæði Þórs. Kennarar fara í Bogann sem hér segir: 4. bekkur þriðjudaginn 20. maí 5. bekkur miðvikudaginn 21. maí 6. bekkur fimmtudaginn 22. maí 7. bekkur föstudaginn 23. maí
Lesa meira

Þriðja skólaheimsókn 5 ára

Þriðja skólaheimsókn 5 ára nemenda og væntanlegra grunnskólanemenda í 1. bekk haustið 2014 verður föstudaginn 16. maí kl. 09:15 fyrri hópur og kl. 10 seinni hópur. Jóhannes Gunnar Bjarnason mun taka á móti hópnum og fara með þeim í æfingar á nokkrum stöðvum í íþróttahúsinu við Laugargötu.
Lesa meira

Fyrirlestur fyrir foreldra um tölvunotkun

Að éta börnin sín – hugleiðingar um byltingu Þetta er heitið á fyrirlestri eða fyrirlestrum sem Guðjón H. Hauksson hefur verið að halda undanfarin ár fyrir kennara í grunnskólum og framhaldsskólum, foreldra og forráðamenn og ekki síst nemendur á unglingastigi og í framhaldsskólum. Í vetur hafa allir 10. bekkingar á Akureyri setið þennan fyrirlestur sem hluta af forvarnarstarfi Akureyrarbæjar. Foreldrafélag Brekkuskóla hefur ákveðið að fá Guðjón til þess að halda svipaðan fyrirlestur fyrir foreldra þann 29. apríl í sal Brekkuskóla kl. 20:00. Að honum loknum er upplagt tækifæri fyrir foreldra að ræða málin við Guðjón en ekki síður sín í milli. Nánar um fyrirlesturinn
Lesa meira

Brekkuvision í 8. - 10. bekk

Brekkuvision hæfileikakeppni hjá 8. - 10. bekk var eitt af því sem nemendur tóku sér fyrir hendir áður en páskaleyfi skall á. Þetta var góð skemmtun. Myndir frá hæfileikakeppninni. Vinningshafar voru þær Diljá Ingólfsdóttir og  Fanney Ísaksdóttir 10. HDM 2. sæti hlaut hópur nemenda úr 9. SGP sem sýndi arabískan dans 3. sæti kom í hlut stúlknanna Glóeyjar 8. HSk. og  Elísu Ýrr Erlendsdóttur í 10. FDG en þær voru jafnar að stigum. Verðlaun voru veitt í formi viðurkenningarskjala, skúffukökuveislu fyrir vinningsbekkinn og lítilla páskaeggja fyrir aðra verðlaunahafa. Kærar þakkir fyrir góða skemmtun!
Lesa meira

Vöfflukaffi í 1. bekk

Morgunkaffi í 1. bekk er ein hefðin sem skapast hefur í skólastarfirnu. Þá bjóða 1. bekkingar foreldrum í heimsókn í kringum sumardaginn fyrsta. Vöfflur eru bakaðar af 10. bekkingum sem safna fyrir skólaferðalagi. Hér eru nokkrar myndir frá vöfflukaffinu og verkefnavinnu foreldra með nemendum, þar sem farið var í verkefni um þarfirnar.
Lesa meira

Brekkuskóli í toppbaráttunni

Íslandsmót grunnskólasveita í skák fór fram á Stórutjarnaskóla sl. laugardag.Brekkuskóli stóð sig líka með prýði og hafnaði í 4-5. sæti. Sveit skólans var sú næstyngsta í keppninni og víst að hún á mikið inni fyrir næstu keppni. Óliver Ísak Ólason, Gabríel Freyr Björnsson, Garðar Gísli Þórisson, Sigurður Brynjar Þórisson og Victor Örn Garðarsson. Strákarnir stóðu sig virkilega vel og eru í mikilli framför. Það er mikil eftirvænting að sjá hvernig þeir standa sig á Íslandsmóti barnaskólasveita(1-7. bekk) á næsta ári.
Lesa meira

Morgunmóttaka í 1. bekk

Morgunmóttaka hjá 1. bekk verður fimmtudaginn 10. apríl 2014 kl. 08:00 - 09:15. Seldar verða vöfflur og kaffi í matsal skólans. Ágóði rennur í ferðasjóð 10. bekkjar. Verð á vöfflu er 350 kr. og 50 kr. kaffið. Að þessu sinni verður boðið upp á stutta kynningu á vinnu nemenda í uppbyggingarstefnunni og sýnismöppur nemenda liggja frammi þar sem foreldrar geta flett þeim með börnum sínum. Sjáumst í skólanum!
Lesa meira

Páskavefur

Námsgagnastofnun hefur gefið út sérstakan páskavef.
Lesa meira

Reiðhjól og hjólaleiktæki

Nemendum skólans er heimilt að koma á reiðhjólum í skólann frá 7 ára aldri. Það er mjög mikilvægt að gengið sé frá hjólum við skólann. Reiðhjól og önnur hjólaleiktæki eru alfarið á ábyrgð nemenda og forráðamanna þeirra, einnig er það á ábyrgð forráðamanna að nemendur noti viðeigandi öryggisbúnað. Umferð reiðhjóla á skólalóð á skólatíma er bönnuð. Umferð annarra hjólaleiktækja en reiðhjóla á skólalóð miðast eingöngu við frímínútur og hádegi á malbikaða vellinum austan megin við aðalbyggingu. Því miður er ekki hægt að geyma hjólaleiktæki inni í skólanum. Þessar reglur eiga einnig við um rafhjól og vespur.
Lesa meira