Fréttir

Skapandi skóli

Hér getur að líta fleiri myndir frá skapandi skólastarfi í Brekkuskóla skólaárið 2013 -2014. Hér eru það verk úr myndmennt, textíl og smíðum.
Lesa meira

Unicef söfnunin

Brekkuskóli tók þátt í Unicef söfnun á vordögum með því að taka þátt í fjölbreyttri hreyfingu á 16 stöðvum sem íþróttakennarar settu upp á skólalóðinni. Nemendur létu heita á sig og söfnuðu alls 286.299 kr. sem lagðar voru inn á reikning Unicef. Þá er ótalin sú upphæð sem lögð var beint inn á reikninginn hjá Unicef og við eigum eftir að fá nánari upplýsingar um.  Við þökkum nemendum, foreldrum og forráðamönnum kærlega fyrir að leggja góðu málefni lið og stuðla að samkennd meðal nemenda um stríðshrjáð börn. Þeir sem vilja leggja málefninu frekari lið geta lagt inn á reikning Unicef kt.481203-2950 reikn. 701-26-102010. Munið að setja "Brekkuskóli" sem skýringu á greiðslunni.
Lesa meira

Skólaslit 2014

Skólaslit Brekkuskóla fóru fram föstudaginn 6. júní. Stundin var hátíðleg að venju. Það eru  62 nemendur sem kveðja núna skólann og innritaðir hafa verið 49 nemendur í 1. bekk næsta skólaár. Stjórnendur þakka nemendum, foreldrum/forráðamönnum og samstarfsfólki samstarfið skólaárið 2014 - 2015. Myndir frá útskriftarathöfn 10. bekkja. Starfsdagar verða dagana 10. - 12. júní 2014. Skrifstofa Brekkuskóla verður opin frameftir júnímánuði, en lokar eftir það vegna sumarleyfa. Þeir sem eiga eftir að skila Unicef umslögum eða vilja koma framlagi til Unicef geta komið framlögum á skrifstofu.
Lesa meira

Gleðidagur 6. bekkjar

Í Brekkuskóla skipuleggja kennarar sérstakan gleðidag sem er tilbreytingadagur þar sem gleðin er höfð sérstaklega að leiðarljósi. 6. bekkur hjólaði í Kjarnaskóg þennan dag og skemmti sér konunglega í góða veðrinu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Samfélagsfræði í 6. bekk. Myndir frá samfélagsfræðiverkefni í 6. bekk þar sem unnið var þverfaglega og heimilisfræði fléttuð inn í vinnuna. Nemendur bökuðu kanilsnúða sem eru sænskir að uppruna.
Lesa meira

Brekkuskóli í 3.- 4. sæti

Brekkuskóli hafnaði í 3. - 4. sæti í spurningakeppni grunnskólanna þetta skólaárið. Lið Brekkuskóla er skipað sem hér segir:  Halldór Heiðberg Stefánsson, Jóhannes Stefánsson og  Hallgrímur Hrafn Guðnason en þeir eru allir í 10. bekk FDG. Þeir kepptu við Réttarholtsskóla í morgun í undanúrslitum. Keppnin fór fram í gegnum Skype á Hótel Örk þar sem þeir eru staddir í skólaferðalagi. Við þökkum keppendum fyrir þeirra framlag til keppninnar. Þeir voru sjálfum sér og skólanum til sóma. Áfram Brekkuskóli!
Lesa meira

Töskuþrif að vori

Eitt af verkefnum 2. bekkjar er að þrífa skólatöskuna sína í heimilisfræði. Kennarinn poppaði handa þeim að verki loknu. Ekki er að sjá annað en að allir séu hæstánægðir með verkefnið. Myndir.
Lesa meira

Myndir úr listgreinum

Verk- og listgreinar er mikilvægur þáttur í skólastarfi Brekkuskóla. Hér má finna myndir frá verkefnum sem nemendur hafa verið að vinna á liðnu skólaári. Nemendum er margt til lista lagt eins og sést á eftirfarandi  myndum: Textílmennt Textílmennt 2 Heimilisfræði Textílmennt og Smíðar haust 2013
Lesa meira

Frjálsar íþróttir

Grunnskólamót UFA var haldið 20. - 23. maí. Yfir 1000 keppendur í 4. - 7. bekk grunnskólanna á Akureyri tóku þátt í mótinu. Þeir sem voru í hópi 10 efstu á mótinu fengu viðurkenningarskjal og frían mánuð á æfingar hjá UFA. 4. bekkur fékk bikar til eignarfyrir að vera með besta stuðningsliðið á mótinu. Til hamingju með árangurinn!  Hér má nálgast myndir frá verðlaunaafhendingunni. Upplýsingar um æfingar er að finna á www. ufa.is
Lesa meira

Afrakstur í forritun

Forritun er hluti af upplýsingatæknikennslu í Brekkuskóla. Hér má nálgast efni sem nemendur hafa verið að vinna þetta skólaár. Forritun reynir á rökhugsun, hugmyndaauðgi og ensku svo eitthvað sé nefnt. Hér má finna verkefni eftir nemendur.
Lesa meira

Drekameistari af 2. gráðu

Enn einn nýr drekameistari í Brekkuskóla. Hér er það Lara Mist Jóhannsdóttir 3. SAB sem lauk drekagráðu I nú nýverið. Til hamingju Lara Mist. Myndir af drekameisturum sem hafa náð gráðum að undanförnu má finna hér.
Lesa meira