Fréttir

Bingó

Fimmtudaginn 9. október kl. 18 verður bingó í sal Brekkuskóla til styrktar útskriftarferð 10. bekkinga. Húsið opnað kl. 17:30. Stórglæsilegir vinningar. Í hléi verða seldar pylsur og safi sem kostar 500 kr. Verð á spjaldi 500 kr. Ath! Erum ekki með posa. Hlökkum til að sjá þig - 10. bekkingar
Lesa meira

Skólaþing 2014

Fimmtudaginn 16. október kl. 08:30-11:00 er fyrirhugað að halda 40 - 50 manna skólaþing í Brekkuskóla. Við óskum eftir áhugasömum foreldrum/forráðamönnum til að sitja þingið. Þeir sem hafa áhuga eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Helenu Sigurðardóttur helenas@akmennt.is, Margréti Þóru Einarsdóttur margretthora@akmennt.is eða Bergþóru Þórhallsdótturbeggath@akureyri.is Skólaþingið er liður í Nordplus samstarfsverkefninu E- learning Using Technology in Students’ Development og þess vegna verða fulltrúar kennara og nemenda frá samstarfslöndunum, Noregi og Lettlandi með okkur á þinginu. Markmið þingsins er að leiða saman fulltrúa þeirra sem koma að skólanum og skapa vettvang til umræðu um örugga netnotkun og umgengni við tækni.Skólaþingið er liður í innleiðingu á nýtingu tækni við nám og kennslu í Brekkuskóla.
Lesa meira

Lestrarátak Ævars vísindamanns

  Lestrarátak fyrir 1. - 7. bekk byrjar 1. október 2014 og stendur til 1. febrúar 2015. Lestrarátakið virkar þannig að fyrir hverjar þrjár bækur sem nemendur lesa fylla þeir út miða sem foreldri og/eða kennari kvitta á. Síðan verður miðinn settur í kassa sem staðsettur verður á skólasafninu. Í lok átaksins verða allir miðarnir sendir til Heimilis og skóla og mun starfsfólkið þar taka við þeim.   Því fleiri bækur sem nemendur lesa því fleiri miða eiga þeir í pottinum. Bækurnar mega vera stuttar, langar, myndabækur, teiknimyndasögur, á íslensku eða öðru tungumáli.  Mikilvægast er að nemendur lesi.   Í lok átaksins dregur Ævar út 5 nemendur sem verða persónur í nýrri ævintýrabók sem hann er að skrifa og kemur til með að heita Bernskubrek Ævars vísindamanns: Risaeðlur í Reykjavík. Bókin á að koma út með vorinu  - svo það er til mikils að vinna. 
Lesa meira

Fréttabréf - október

Fréttabréf októbermánaðar er komið út. Meðal efnis í blaðinu er pistill frá skólastjóra, viðburðadagatal, skólaþing um netöryggi og tækni í skólastarfi, drög að sáttmála um upplýsinga- og samskiptatækni í skólastarfi er einnig kynntur til sögunnar og skólasamfélaginu gefinn kostur að hafa áhrif á hann. Sérstök athygli er vakin á AÐALFUNDI FORELDRAFÉLAGSINS Fréttablað októbermánaðar.
Lesa meira

Loftgæði

Tímabundin upplýsingasíða vegna mengundar frá eldgosinu í Holuhrauni. Hér má finna nýjustu fréttir, helstu upplýsingar, ráðleggingar og einnig hægt að senda fyrirspurn til stofnunarinnar. Til að sjá nýjustu mælingarnar skal smella á myndina hér fyrir neðan. Með því að þrýsta á bláu hnappana sérðu nýjustu mengunarmælingar á brennisteinsdíoxíði (SO2) vegna eldgossins í Holuhrauni. Tilkynning um brennisteinsmengun (SO2) Rafrænt skráningarform Ábendingarform Facebook
Lesa meira

Forvarnardagur og fótboltamót 8. - 10. b.

Hið árlega fótboltamót grunnskólanna verður í Boganum miðvikudaginn 1. október 2014 sem hér segir: kl. 08:30 - 10. bekkur kl. 09:45 - 8. bekkur kl. 11:00 - 9. bekkur Forvarnardagur 9. bekkingar fara í Lundarskóla þennan morgunn (fyrir fótboltamót) í forvarnarfræðslu. Kári, Sigfríð og Jói íþróttakennarar og Steinunn náms- og starfsráðgjafi
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélagsins

Í kvöld – Fjölmennum! 1.    október  kl. 20 - Aðalfundur-vöfflur-fræðsla Kæru foreldrar Við viljum minna á aðalfund foreldrafélagsins næstkomandi miðvikudagskvöld 1. október í hátíðarsal Brekkuskóla klukkan 20. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa munum við fá stutta kynningu skólastjórnenda á stefnu skólans og reynslu af tölvunotkun við nám og kennslu. Að kynningunni lokinni mun Helga Halldórsdóttir, deildarstjóri í Glerárskóla flytja fyrirlestur um samskipti stúlkna en erindi hennar byggir á starfendarannsókn hennar þar sem unnið var með hóp stúlkna í einum grunnskóla í samstarfi við skólastjórnendur, umsjónarkennara og foreldra
Lesa meira

Starfsdagur - Frístund lokuð

Föstudaginn 3. október er starfsdagur í grunnskólum á Akureyri. Frístund er lokuð þennan dag.
Lesa meira

Töframaður

Mánudaginn 29. september kemur töframaðurinn Einar Mikael í heimsókn. 1., 2. og 3. bekk er boðið á sýningu með honum á sal skólans sem stendur í 20 mín. Sýningin hefst kl. 11 Nánar um Einar Mikael.
Lesa meira

Virkur ferðamáti

Á reiknivél Orkusetursins,er hægt að reikna út hversu mikið sparast í bensín og í útblæstri CO2 við það að ganga/hjóla í skólann og hversu mikið einstaklingur brennir á því að ganga ákveðna vegalengd. Prófaðu að reikna hvað þú getur sparað.
Lesa meira